Tilbaka
3

Staðarreglur fyrir almennan leik

Fara í kafla
Opinberu reglurnar
Prenta hluta
3
Staðarreglur fyrir almennan leik
3
Staðarreglur fyrir almennan leik
Staðarregla er frávik frá golfreglu eða viðbótarregla sem nefndin setur vegna almenns leiks eða tiltekinnar keppni. Nefndin ber ábyrgð á að ákveða hvort setja eigi staðarreglur og að tryggja að þær séu í samræmi við grundvallaratriðin í hluta 8. Nefndin verður að tryggja að allar staðarreglur séu aðgengilegar leikmönnum, hvort sem er á skorkorti, sérstöku blaði, tilkynningatöflu eða á vefsíðu vallarins. Staðarreglur sem setja má fyrir almennan leik flokkast þannig:
  • Að skilgreina vallarmörk og önnur svæði vallarins (hlutar 8A-8D).
  • Að skilgreina sérstakar eða breyttar lausnaraðferðir (hluti 8E).
  • Að skilgreina óeðlilegar vallaraðstæður og hluta vallar (hluti 8F).
Tæmandi lista yfir fyrirmyndir staðarreglna má finna fremst í hluta 8. Sjá hluta 5C varðandi aðrar gerðir staðarreglna sem eiga frekar við keppnir en almennan leik.
SKOÐA FLEIRA
Hluti 1Hlutverk nefndarinnar
Í golfreglunum er nefndin skilgreind sem sá einstaklingur eða hópur sem er í forsvari fyrir keppni eða völlinn. Nefndin er ómissandi til að leikur fari eðlilega fram. Nefndirnar bera ábyrgð á daglegum leik á vellinum og framkvæmd keppna, sem ætti alltaf að fara fram samkvæmt golfreglunum. Þessum hluta opinberu leiðbeininganna er ætlað að veita leiðbeiningar til nefndanna um hvernig þær geti best sinnt þessu hlutverki. Þótt mörg verkefna nefndarinnar snúist um að halda skipulagðar keppnir er mikilvægur hluti ábyrgðar nefndarinnar að sjá um völlinn í almennum leik.
Lesa hluta