Að merkja völlinn og halda þeim merkingum við er viðvarandi verkefni sem nefndin ber ábyrgð á.Vel merktur völlur auðveldar leikmönnum að leika eftir reglunum og minnkar líkurnar á misskilningi og óvissu hjá leikmönnum. Til dæmis kann leikmaður að vera óviss um hvernig hann eigi að halda áfram ef tjörn (vítasvæði) er ómerkt.
A
Út af
Mikilvægt er að nefndin auðkenni vallarmörk með fullnægjandi hætti og viðhaldi þeim merkingum svo leikmaður sem slær bolta sinn nærri vallarmörkum geti ákvarðað hvort bolti hans er innan eða utan vallarins.
(1)
Almennar leiðbeiningar um skilgreiningu og merkingu vallarmarka
Nefndin getur auðkennt vallarmörk á marga vegu. Nefndin getur auðkennt vallarmörk á marga vegu. Til dæmis getur nefndin sett niður stikur eða málað línur. Ef girðingar eða veggir eru við jaðar vallarins má nota þau og sama gildir um jaðra annarra varanlegra mannvirkja, svo sem vega eða bygginga.Við að ákvarða vallarmörkin og að merkja þau þarf nefndin að huga að ýmsu:a. Mannvirki við völlinn
Þegar einkaeignir og almennir vegir eru við mörk vallarins er eindregið mælt með því að nefndin merki slíkt sem út af. Slíkar eignir eru oft afmarkaðar með veggjum eða girðingum, sem nota má sem mörk vallarins. Í slíkum tilvikum er yfirleitt óþarft að færa vallarmörkin innar með stikum. Þó kann nefndin að vilja færa vallarmörkin innar (til dæmis með stikum) til að veita aðliggjandi eignum frekari vernd.
Völlurinn þarf ekki að hafa nein mörk en það er góð leið til að forðast að leikið sé af landsvæðum sem tilheyra ekki vellinum. Í sumum tilfellum kunna að vera stór opin svæði við lóðarmörk vallarins þar sem engin vandamál skapast þótt leikið sé utan lóðarmarkanna. Undir þeim kringumstæðum er óþarft að setja niður stikur eða skilgreina vallarmörk á annan hátt.
Ef mannvirki, svo sem veggir eða girðingar, eru notuð til að skilgreina vallarmörkin teljast mannvirkin í heild sinni vera vallarmarkahlutir og vítalaus lausn er ekki veitt frá þeim.
b. Notkun stika
Vallarmarkastikur ættu að vera hvítar, þótt nota megi annan lit.
Hugsanlega eru stikur í öðrum lit þegar á réttum stöðum eða nefndin hefur ástæðu til að nota annan lit til að aðgreina stikurnar frá öðrum hlutum á vellinum. Þegar slíkt á við ætti nefndin að upplýsa leikmenn um það með athugasemd á skorkorti, auglýsingu í golfskála, á staðarreglublaði eða á annan hátt. Nefndin ætti að forðast að nota rauðar eða gular línur fyrir vallarmörk til að valda ekki ruglingi við vítasvæði.
Fjarlægð á milli stika getur verið mismunandi en helst ætti að vera hægt að sjá neðsta hluta hverrar stiku frá næstu stiku til að ákvarða hvort bolti er út af. Mikilvægt er að runnar, tré eða slíkt skyggi ekki á stikurnar eða valdi erfiðleikum við að sjá frá einni stiku til annarrar. Almennt ætti bil á milli stikanna ekki að vera meira að 30 skref til að auðvelda leikmönnum að sjá á milli þeirra.
c. Notkun málaðra lína
Málaðar línur til að skilgreina vallarmörk ættu að vera hvítar, þótt nota megi annan lit. Nefndin ætti að forðast að nota rauðar eða gular línur fyrir vallarmörk til að valda ekki ruglingi við vítasvæði.
Þegar vallarmörk eru skilgreind með máluðum línum á jörðinni getur nefndin einnig sett niður stikur til að vallarmörkin séu sýnileg úr fjarska. Gera ætti öllum ljóst að línurnar skilgreina vallarmörkin en stikurnar eru til að sýna að þar séu vallarmörk. Stikurnar skilgreina ekki vallarmörkin en eru þó vallarmarkahlutir og vítalaus lausn er ekki veitt frá þeim nema það sé heimilað í staðarreglum (sjá fyrirmynd staðarreglu A-6).
Stundum vill nefndin ekki mála hvítar línur á vegi eða gangstéttir. Í slíkum tilvikum kann að vera minnst áberandi að mála röð hvítra punkta á jörðina. Þegar það er gert ættu staðarreglur að tilgreina hvernig vallarmörkin eru merkt (sjá fyrirmynd staðarreglu A-1).
d. Aðrar leiðir til að merkja vallarmörk
Ef vallarmörk eru skilgreind með vegg, jaðri vegar eða einhverju öðru en stikum, girðingum eða línum þarf nefndin að skýra hvar jaðar markanna raunverulega er. Til dæmis, ef veggur er notaður til að skilgreina vallarmörk ætti nefndin að ákvarða hvort innri jaðar veggsins skilgreinir vallarmörkin eða að bolti sé því aðeins út af ef hann er handan veggsins (sjá fyrirmynd staðarreglu A-2).
Skilgreina má vallarmörk með skurðum þar sem bolti er út af ef hann er í eða handan skurðarins. Nota má stikur til að draga athygli leikmanna að mörkunum. Stikurnar eru þá vallarmarkahlutir og vítalaus lausn er ekki veitt frá þeim nema það sé heimilað í staðarreglum (sjá fyrirmynd staðarreglu A-6).
e. Annað til að hafa í huga
Sérstök fyrirbæri, svo sem viðhaldssvæði, golfskála og æfingasvæði, má merkja eða skilgreina í staðarreglum sem út af, jafnvel þótt þau séu innan landareignar vallarins (sjá fyrirmynd staðarreglu A-1).
Golfreglurnar gera ekki ráð fyrir að svæði hafi nema eina tiltekna stöðu við leik holu. Því má ekki merkja svæði sem út af við tiltekin högg eða við högg frá ákveðnum stöðum, svo sem teignum.
Nefndir mega ekki setja staðarreglu sem ákvarðar að bolti sem slegið er yfir tiltekið svæði sé út af þótt hann stöðvist ekki á því svæði.
(2)
Merking innri vallarmarka
Til að viðhalda einkennum holu eða til að vernda leikmenn á aðliggjandi brautum getur nefndin sett mörk á milli tveggja hola.Ef innri vallarmörk eru ekki tengd öðrum vallarmörkum á vellinum er mikilvægt að merkja hvar mörkin byrja og enda. Mælt er með að tvær stikur séu settar hlið við hlið og með horni sem tilgreinir að mörkin framlengist óendanlega í viðkomandi átt.Innri vallarmörk geta gilt eingöngu við leik einnar eða fleiri hola. Skýra ætti í staðarreglum á hvaða holu eða holum innri vallarmörkin gilda og einnig stöðu stikanna við leik annarra hola (sjá fyrirmynd staðarreglu A-4).
B
Teigar
Nefndin ætti ávallt að reyna að staðsetja teigmerkin nógu framarlega til að leikmennirnir hafi tök á að nota alla tveggja kylfulengda dýpt teigsins.Engar takmarkanir eru á breidd teigsins en góð regla er að hafa 5-7 skref á milli teigmerkjanna. Ef meira bil er á milli teigmerkjanna er erfiðara fyrir leikmenn að ákvarða hvort boltinn hafi verið tíaður innan teigsins, auk þess sem það getur leitt til þess að kylfuför myndist á mun stærra svæði á par 3 holum.Teigmerkin ætti að staðsetja þannig að fremri brún teigsvæðis bendi á miðju lendingarsvæðis.Leitið upplýsinga í reglum forgjafarnefndar eða tilmælum og uppfærslum World Handicap SystemTM forgjafarkerfisins varðandi hvar setja má teigmerki til að skor séu gild til forgjafar.
C
Vítasvæði
Vítasvæði eru svæði á vellinum sem heimila leikmanni að taka lausn gegn einu vítahöggi utan vítasvæðisins á stað sem er hugsanlega í umtalsverðri fjarlægð frá staðnum þar sem boltinn stöðvaðist. Öll svæði sem innihalda læki, ár eða tjarnir eru vítasvæði, samanber skilgreiningu á „vítasvæði“, og ætti að merkja sem slík.Nefndin getur merkt aðra hluta vallarins sem vítasvæði. Eftirfarandi eru dæmi um ástæður fyrir því að nefndin kann að vilja merkja aðra hluta vallarins sem vítasvæði:
Til að gefa kost á tilbrigði við ferli vegna fjarlægðarvítis samkvæmt reglu 18.1 þegar líklegt er að bolti sem er á svæðinu sé yfirleitt alltaf týndur, til dæmis í þéttum gróðri.
Til að gefa kost á tilbrigði við ferli vegna fjarlægðarvítis samkvæmt reglu 19.2 (ósláanlegur bolti) þegar líklegt er að lausn í tengslum við staðsetningu boltans samkvæmt reglum 19.2b og 19.2c gefi ekki raunhæfa lausn, til dæmis í hrauni eða eyðimörk.
(1)
Að ákveða hvenær eigi að merkja vatnslaus svæði sem vítasvæði
Nefndin ætti að taka mið af eftirfarandi þegar ákveðið er að merkja svæði sem ekki inniheldur vatn sem vítasvæði:
Sú staðreynd að það kann að auka leikhraða að merkja erfið svæði sem vítasvæði þýðir ekki að nefndin eigi að telja sér það skylt. Huga þarf að mörgu öðru, svo sem að viðhalda þeirri áskorun sem holan býr yfir, að vera trúir upphaflegum hugmyndum golfvallarhönnuðarins og að veita sambærilegar lausnir vegna bolta sem hafna á svipuðum svæðum annars staðar á vellinum. Til dæmis, ef skógur liggur meðfram einni brautinni og hefur verið merktur sem vítasvæði ætti nefndin að hugleiða að merkja svipuð svæði á öðrum holum á sama hátt.
Nefndin ætti að íhuga að leikmaður sem týnir bolta sínum utan vítasvæðis mun baka sér meiri refsingu en sá sem týnir bolta sínum innan vítasvæðisins. Ef þykkur kargi er nærri jaðri vítasvæðisins þar sem boltar geta týnst kann nefndin að vilja hugleiða hvort slíkt svæði ætti að vera innan vítasvæðisins.
Nefndin ætti að muna að ef bolti leikmanns liggur innan vítasvæðis hefur leikmaðurinn ekki kost á að dæma boltann ósláanlegan samkvæmt reglu 19. Því getur verið umtalsvert verra fyrir leikmanninn og hægt á leik ef hann þarf að fara til baka þangað sem boltinn skar mörk vítasvæðisins, í stað þess að geta látið bolta falla innan tveggja kylfulengda frá staðnum þar sem boltinn fannst.
Nefndin ætti ekki að skilgreina sandsvæði sem venjulega væru talin glompur sem vítasvæði. Þó kunna aðstæður að vera þannig að sandur liggur að vítasvæði, svo sem á ströndum. Í þeim tilvikum geta jaðrar vítasvæðis og glompu legið saman og hluti sandsins verið innan vítasvæðisins.
Nefndin ætti ekki að skilgreina eignir umhverfis völlinn sem vítasvæði, þar sem eignirnar væru að öllu jöfnu merktar út af.
Sem valkost við að merkja svæði sem er út af sem vítasvæði til að flýta leik kann nefndin að vilja nota staðarreglu sem veitir valkost við fjarlægðarvíti (sjá fyrirmynd staðarreglu E-5). Þótt þetta leiði til þess að leikmaðurinn fái tveggja högga víti gefur það leikmanninum kost á að fara út á braut sem væri e.t.v. ekki mögulegt ef svæðið væri merkt sem vítasvæði.
Þegar vítasvæðum er bætt við eða þau fjarlægð ætti nefndin að taka mið af reglum og ábendingum sem kunna að koma fram í forgjafarkerfinu World Handicap System™ , eða öðrum leiðbeiningum sem viðkomandi forgjafarnefnd útvegar, til að meta hvort breytingarnar hafi áhrif á vallarmat (Course Rating TM).
(2)
Hvernig merkja á eða skilgreina jaðar vítasvæðis
Við að taka lausn frá vítasvæði þarf leikmaðurinn yfirleitt að vita staðinn þar sem boltinn skar síðast mörk vítasvæðisins og hvort vítasvæðið er merkt rautt eða gult á þeim stað.
Mælt er með því að nefndin merki jaðar vítasvæða með málningu og/eða stikum svo að þau séu ótvíræð fyrir leikmenn.
Þegar línur eru notaðar til að skilgreina jaðar vítasvæða og stikur eru notaðar til að vekja athygli á vítasvæðunum er það á valdi nefndarinnar að ákveða hvort stikurnar eru settar á línuna eða rétt utan jaðars vítasvæðisins. Ef stikurnar eru settar rétt utan máluðu línunnar tryggir það að leikmenn fái vítalausa lausn frá holu eftir slíka stiku, ef stikan skyldi vera fjarlægð og boltinn hafna í holunni.
Nefndin getur skilgreint jaðar vítasvæðis með því að lýsa honum nákvæmlega, en ætti einungis að gera það ef enginn, eða mjög lítill, vafi getur verið á því hvar jaðarinn er. Til dæmis, ef stórar hraunbreiður eða ógróin svæði eiga að vera vítasvæði og mörk þessara svæða og leiksvæðisins eru skýr gæti nefndin skilgreint jaðar vítasvæðisins sem jaðar hraunbreiðunnar eða ógróna svæðisins.
(3)
Að ákvarða hvar merkja eigi jaðar vítasvæðis
Að merkja jaðar vítasvæðis er augljóslega mikilvægt til að gera leikmönnum kleift að taka lausn. Nefndin ætti að taka mið af eftirfarandi þegar ákveðið er hvar merkja eigi jaðar vítasvæðis:
Línur og stikur sem skilgreina mörk vítasvæðis ættu að vera eins nærri náttúrulegum mörkum svæðisins og hægt er, til dæmis þar sem jörðin byrjar að hallast að lægðinni sem inniheldur vatnið. Þetta tryggir að leikmenn þurfi ekki að standa í miklum halla eða í vatni eftir að þeir hafa tekið lausn. Bæði ætti að taka tillit til rétthentra og örvhentra kylfinga.
Ef vítasvæðið liggur upp að hluta almenna svæðisins þar sem boltar geta auðveldlega týnst mun það líklega hafa áhrif á möguleika leikmannsins til að ákvarða hvort vitað er eða nánast öruggt að boltinn sé innan vítasvæðisins og þar með mun leikmaðurinn ekki geta tekið lausn úr vítasvæðinu samkvæmt reglu 17. Þess vegna getur nefndin ákveðið að teygja jaðar vítasvæðisins út fyrir náttúrleg mörk þess og láta það ná yfir önnur svæði þar sem erfitt kann að vera að finna bolta.
Nefndin ætti að taka tillit til þess að leikmaður fær ekki vítalausa lausn frá óeðlilegum vallaraðstæðum þegar boltinn liggur innan vítasvæðis. Til dæmis, ef óhreyfanleg hindrun, svo sem stígur eða vökvunarstútur, er nærri svæðinu sem nefndin íhugar að merkja sem vítasvæði kann nefndin að vilja halda hindruninni utan vítasvæðisins svo leikmenn eigi rétt á vítalausri lausn.
(4)
Hvort merkja á vítasvæði sem rautt eða gult
Flest vítasvæði ætti að merkja rauð til að veita leikmönnum viðbótarmöguleika á hliðarlausn (sjá reglu 17.1d(3)). Á hinn bóginn getur áskorunin við að leika holuna falist í því að leika boltanum yfir vítasvæði, svo sem læk sem er framan við flötina. Ef algengt er að bolti sem nær yfir lækinn rúlli til baka inn í það getur nefndin ákveðið að merkja vítasvæðið gult. Það tryggir að bolta sem lendir hinum megin við vítasvæðið og rúllar svo afturábak inn í það sé ekki hægt að láta falla þeim megin með hliðarlausn.Ef vítasvæði er merkt gult ætti nefndin að tryggja að leikmaður geti alltaf látið bolta falla aftur-á-línu samkvæmt reglu 17.1d(2) eða hugleiða að bæta við fallreit vegna vítasvæðisins svo að leikmaðurinn hafi aðra möguleika en fjarlægðarlausn (sjá fyrirmynd staðarreglu E-1).Nefndin þarf ekki að merkja nein vítasvæði gul. Til einföldunar getur nefndin ákveðið að merkja öll vítasvæði rauð svo enginn misskilningur skapist hjá leikmönnum um hvaða lausnarmöguleikar séu fyrir hendi.
(5)
Jaðar vítasvæðis breytist milli rauðs og guls
Nefndin kann að vilja merkja einn hluta vítasvæðis rauðan en annan hluta sama vítasvæðis gulan. Nefndin ætti að ákvarða besta staðinn þar sem hlutarnir mætast til að tryggja að hvar svo sem boltinn fer inn í gult vítasvæði geti leikmaðurinn alltaf tekið aftur-á-línu lausn samkvæmt reglu 17.1d(2).Hafa þarf í huga að lausnarmöguleikar leikmannsins ráðast af því hvar boltinn skar síðast mörk vítasvæðisins en ekki hvar boltinn stöðvaðist innan þess.Þar sem mörk vítasvæðisins breytast er mælt með að rauð og gul stika séu settar hlið við hlið á báðum hliðum vítasvæðisins til að ótvírætt sé hvar staða vítasvæðisins breytist.a. Staða vítasvæðis getur verið breytileg eftir teigumÞegar hluti áskorunarinnar við að leika tiltekna holu felst í að fljúga boltanum yfir vítasvæði af aftari teigum en ekki af fremri teigum, til dæmis yfir tjörn á par 3 holu, getur nefndin valið að skilgreina vítasvæðið með gulum stikum eða gulum línum og sett staðarreglu sem ákvarðar að svæðið sé rautt vítasvæði þegar leikið er af fremri teigum. Þó er ekki mælt með þessu þegar margir teigar eru notaðir í sömu keppninni.b. Staða vítasvæðis getur verið breytileg milli holaÞegar sama vítasvæði er í leik á fleiri en einni holu getur nefndin kosið að skilgreina vítasvæðið gult vítasvæði við leik einnar holu og rautt við leik annarrar holu. Í slíkum tilvikum ætti að merkja vítasvæðið gult og setja staðarreglu sem skýrir að líta eigi á vítasvæðið sem rautt þegar tiltekin hola er leikin (sjá fyrirmynd staðarreglu B-1).c. Staða vítasvæðis má ekki verið breytileg við leik holuÞótt vítasvæði geti verið skilgreint gult fyrir leikmenn af einum teig og rautt fyrir leikmenn af öðrum teig má ekki skilgreina vítasvæði þannig að tiltekinn hluti jaðars þess sé rauður vegna höggs sem leikið er frá einum stað en gulur ef sami leikmaður leikur af öðrum stað. Til dæmis væri óviðeigandi og ruglingslegt að ákveða að mörk vítasvæðis flatarmegin við vatn séu gul vegna höggs brautarmegin við vítasvæðið en rauð vegna högga flatarmegin.
(6)
Að skilgreina vítasvæði sem bannreit
Nefndin getur kosið að skilgreina allt vítasvæðið eða hluta þess sem bannreit (sjá hluta 2G).
(7)
Vatnasvæði við völlinn
Þar sem vatnasvæði, svo sem ár, vötn eða sjór liggur upp að vellinum er leyfilegt að merkja slík svæði sem vítasvæði, í stað þess að vera út af. Hugtakið „á vellinum“ í skilgreiningu á „vítasvæði“ vísar ekki til eignarhalds á vellinum, heldur til sérhvers svæðis sem er ekki skilgreint utan vallar af nefndinni.
Þegar bolti getur hugsanlega hafnað á jörðu hinum megin við vatnasvæði, en óhentugt er fyrir nefndina að skilgreina jaðarinn hinum megin getur nefndin sett staðarreglu sem ákvarðar að þegar vítasvæði er eingöngu merkt öðrum megin sé litið svo á að það framlengist endalaust. Samkvæmt því væri öll jörð og vatn handan skilgreinds jaðars vítasvæðisins innan þess (sjá fyrirmynd staðarreglu B-1).
Þegar vítasvæði eru þannig löguð eða staðsett að engin raunhæfur valmöguleiki væri fyrir leikmanninn að láta bolta falla við eina hlið vítasvæðins (til dæmis, þegar rautt vítasvæði liggur að vallarmörkum), má nefndin setja staðarreglu til að heimila leikmönnum að taka lausn hinum megin við vítasvæðið þaðan sem boltinn síðast skar mörk svæðisins (sjá fyrirmynd staðarreglu B-2). Þegar vítasvæði er upp við vallarmörk, gæti þurft að setja aðra staðarreglu þannig að ekki þurfi að merkja þá hlið vítasvæðisins (sjá fyrirmynd staðarreglu B-1).
D
Glompur
Almennt er óþarft að merkja jaðar glompa. Þó kunna jaðrar glompa stöku sinnum að vera óskýrir. Þá ætti nefndin annaðhvort að merkja jaðrana með stikum eða máluðum línum, eða skilgreina jaðarinn í staðarreglum (sjá fyrirmynd staðarreglu C-1).Staðsetning á hrífumEkkert fullkomið svar er við því hvar eigi að leggja hrífur frá sér og er það á valdi nefndarinnar að ákveða hvort þær eigi að vera innan eða utan glompanna.Færa má rök fyrir því að meiri líkur séu að á bolti kastist ofan í eða frá glompum ef hrífurnar eru hafðar utan þeirra. Einnig má segja að litlar líkur séu á að bolti kastist út úr glompu þótt hrífur séu hafðar í glompunum.Hins vegar er staðreyndin sú að leikmenn sem setja hrífurnar í glompurnar skilja oft á tíðum við þær við glompukantinn þannig að þær hindra bolta í að rúlla inn að sléttum hluta glompunnar. Það leiðir til þess að leikmenn eiga mun erfiðara högg fyrir höndum en ella. Þegar boltinn stöðvast á eða upp við hrífu í glompu og leikmaðurinn verður að fara að samkvæmt reglu 15.2 kann að vera ómögulegt að leggja boltann aftur á sama stað eða finna stað innan glompunnar sem er ekki nær holunni.Ef skilja á við hrífurnar í miðri glompu er eina leiðin til að koma hrífunni þangað að kasta henni, sem veldur því að sandurinn raskast. Sömuleiðis, ef hrífa er í miðju stórrar glompu er hún annaðhvort ekki notuð eða leikmaðurinn þarf að raka stórt svæði í glompunni þegar hann nær í hrífuna, sem leiðir til óþarfa tafa.Eins og fyrr segir er það á valdi nefndarinnar að ákveða hvar hrífurnar eigi að vera, en með tilliti til framangreindra atriða er mælt með að hrífur séu geymdar utan glompanna, þar sem minnst hætta er á að þær hafi áhrif á hreyfingu boltans.Hins vegar getur nefndin ákveðið að hrífur séu hafðar innan glompanna til að auðvelda vallarstarfsmönnum slátt brauta og umhverfis glompanna.
E
Flatir
Að öllu jöfnu ætti ekki að þurfa að merkja jaðra flata. Stundum er þó erfitt að ákvarða mörk flatar þar sem umhverfi hennar er slegið í svipaða hæð. Þegar um slíkt er að ræða getur nefndin kosið að mála línur eða litla punkta til að skilgreina mörk flatarinnar. Stöðu slíkra punkta ætti að skýra í staðarreglu (sjá fyrirmynd staðarreglu D-1).
F
Óeðlilegar vallaraðstæður
Þótt sjaldnast þurfi að merkja óhreyfanlegar hindranir á neinn hátt er mælt með því að grund í aðgerð sé merkt á skýran hátt af nefndinni.
(1)
Að ákveða hvaða svæði eigi að merkja sem grund í aðgerð
Almennt, þegar aðstæður eru óeðlilegar miðað við venjulegt ástand vallarins eða þegar óeðlilegt er að ætlast til að leikmenn leiki af tilteknu svæði ætti að merkja svæðin grund í aðgerð.Áður en neitt er merkt ætti nefndin að skoða allan völlinn til að meta hvers konar svæði eru óeðlileg miðað við núverandi ástand vallarins. Einnig ætti að huga að staðsetningu svæðanna sem kann að þurfa að merkja:
Svæði sem eru á eða nærri braut ætti venjulega að merkja ef nefndin telur skemmdirnar á svæðinu óeðlilegar.
Ef brautir vallarins eru almennt í góðu ástandi kann að vera eðlilegt að merkja stakan ógróinn blett á braut sem grund í aðgerð.
Þegar aðstæður eru þannig að víða eru ógrónir blettir væri skynsamlegt að merkja þá ekki eða lýsa þá alla grund í aðgerð heldur merkja aðeins þá staði þar sem leikmenn geta átt í erfiðleikum með að koma höggi að boltanum, til dæmis þar sem jörðin er mjög óslétt.
Því fjær sem svæðið er brautinni því ólíklegra er að það ætti að vera merkt sem grund í aðgerð. Svæði sem eru fjarri brautinni eða mun styttra frá teignum en lendingarsvæði ætti aðeins að merkja ef skemmdir eru mjög miklar.
Ef tvö eða fleiri svæði sem eru merkt grund í aðgerð liggja nærri hverju öðru þannig að leikmaður sem tekur lausn frá einu svæði kann að láta bolta falla á stað þar sem yrði truflun frá öðru svæði væri skynsamlegra að hafa eitt, stærra, svæði merkt grund í aðgerð.
(2)
Hvernig merkja á eða skilgreina jaðar grundar í aðgerð
Mælt er með að nefndin afmarki grund í aðgerð með málningu, stikum eða á einhvern annan ótvíræðan hátt, svo engin vafi leiki á um jaðar svæðisins.
Enginn staðlaður litur á stikum eða línum er notaður til að merkja grund í aðgerð, en hvítar eða bláar stikur og línur eru algengar. Gular og rauðar stikur eða línur ætti ekki að nota til að forðast rugling við vítasvæði. Koma ætti fram í staðarreglum hvernig grund í aðgerð er merkt.
Þegar grund í aðgerð er nærri óhreyfanlegri hindrun er góð regla að tengja svæðin saman og heimila að lausn sé tekin frá þeim báðum í einni aðgerð. Þetta má gera með því að mála línur sem tengja grundina við óhreyfanlegu hindrunina. Einnig ætti að tilgreina í staðarreglu að svæði sem eru afmörkuð með línum sem tengjast óhreyfanlegri hindrun eigi að líta á sem einar óeðlilegar vallaraðstæður (sjá fyrirmynd staðarreglu F-3).
Nefndin getur skilgreint mörk grundar í aðgerð með því að lýsa þeim en því aðeins að lítill eða enginn vafi sé þá á hvar svæðið eða mörk þess eru.
Dæmi um að hægt sé að lýsa skemmdunum og nefndin getur skilgreint svæði sem grund í aðgerð án þess að merkja það, er ef umtalsverðar skemmdir hafa orðið vegna hófa dýra (sjá fyrirmynd staðarreglu F-13).
Í öðrum tilfellum er ekki viðeigandi að nota almenna lýsingu. Það ætti til dæmis við ef öll hjólför eftir vallarstarfsmenn væru skilgreind grund í aðgerð í staðarreglu því mörg þeirra gætu verið minniháttar og ekki réttlætt vítalausa lausn.
G
Bannreitir
Skilgreining á „bannreit“ tilgreinir svæðið sem hluta af vellinum þar sem nefndin vill banna leik. Bannreitir geta verið annaðhvort innan óeðlilegra vallaraðstæðna eða innan vítasvæðis. Bannreiturinn getur náð til alls svæðisins eða einungis hluta þess.
(1)
Það sem kann að vera merkt sem bannreitur
Nefndin getur skilgreint allt svæði óeðlilegra vallaraðstæðna eða vítasvæðis eða hluta þess sem bannreiti, af hvaða ástæðu sem er. Eftirfarandi eru algeng dæmi:
Til að vernda dýralíf, búsvæði dýra og svæði sem eru viðkvæm af umhverfisástæðum.
Forðast skemmdir á ungum trjám, blómabeðum, grasræktarsvæðum, endurtyrfðum svæðum eða annarri ræktun.
Til að verja leikmenn fyrir hættu.
Til að vernda staði sem eru markverðir af sögulegum eða menningarlegum ástæðum.
Þegar ákveða þarf hvort merkja eigi bannreit sem hluta óeðlilegra vallaraðstæðna eða vítasvæðis ætti nefndin að hugleiða hverskonar svæði er verið að merkja og hvort eðlilegra sé að leikmaðurinn geti tekið vítalausa lausn eða lausn gegn víti úr svæðinu. Til dæmis:
Ef vatnasvæði er innan svæðisins, svo sem á, tjörn eða mýri, ætti að merkja svæðið sem vítasvæði.
Ef um er að ræða lítið svæði með sjaldgæfum plöntum nærri flöt kann að vera viðeigandi að merkja svæðið sem óeðlilegar vallaraðstæður.
Ef stórt sandsvæði meðfram holu telst viðkvæmt með tilliti til umhverfisáhrifa væri það of mikil gjafmildi gagnvart leikmönnum að merkja allt svæðið sem óeðlilegar vallaraðstæður. Því ætti að merkja það sem vítasvæði.
Ef völlurinn liggur að einkaeignum (svo sem íbúðarhúsum eða beitilandi) ætti nefndin að öllu jöfnu að merkja slík svæði sem ekki tilheyra vellinum sem út af. Ef þess er óskað að leikmaður megi ekki standa inni á slíku svæði utan vallarins til að leika bolta innan vallarins má merkja svæðið sem bannreit (sjá fyrirmynd staðarreglu E-9).
(2)
Hvernig merkja á bannreiti
Nefndin ætti að skilgreina jaðar bannreits með línum eða stikum til að skýra hvort svæðið er innan óeðlilega vallaraðstæðna eða innan vítasvæðis. Einnig ættu línurnar eða stikurnar (eða toppar stikanna) að sýna að um bannreit sé að ræða.Enginn ákveðinn litur er notaður á stikur eða línur til að merkja bannreiti en mælt er með eftirfarandi:
Vítasvæði, bannreitur - Rauðar/gular stikur með grænum toppi.
Óeðlilegar vallaraðstæður, bannreitur - hvítar eða bláar stikur með grænum toppi.
Vernda má svæði sem eru viðkvæm af umhverfisástæðum til að fæla leikmenn frá að fara inn á slík svæði (til dæmis með girðingum, aðvörunarskiltum eða þvíumlíku). Nefndin gæti sett hegðunarreglu sem refsar leikmanni sem fer inn á slíkt svæði til að sækja bolta eða af öðrum ástæðum.
H
Hlutar vallar
Hlutar vallar eru manngerðir hlutir sem engin vítalaus lausn fæst frá. Eftirfarandi eru dæmi um hluti sem nefndin kann að kjósa að skilgreina sem hluta vallar:
Hlutir sem eru hannaðir til að vera hluti áskorunarinnar við að leika völlinn, svo sem vegir eða stígar þar sem hefð hefur skapast fyrir að menn leiki boltanum þar sem hann liggur.
Hlutir sem eru svo nærri vallarmörkum eða öðrum fyrirbærum á vellinum að leikmaður sem hefði truflun af hlutnum fengi vítalausa lausn frá mörkunum eða öðru sem ekki er talið æskilegt. Til dæmis, ef vírar sem festir eru við tré eru skilgreindir hlutar vallar tryggir það að leikmaður fái ekki lausn frá trénu vegna þess eins að hann hefur truflun frá vírnum.
Hlutir, svo sem manngerðir veggir eða hleðslur sem eru innan vítasvæða eða manngerðir veggir glompa. Til dæmis, þegar hlutir af þessu tagi eru nærri jaðri vítasvæðisins gæti leikmaður sem á bolta rétt utan vítasvæðisins staðið á veggnum og fengið vítalausa lausn en leikmaður sem á bolta rétt innan vítasvæðisins fengi ekki lausn.
Nefndin ætti að skilgreina slíka hluti sem hluta vallar í staðarreglum (sjá fyrirmynd staðarreglu F-1).Þegar aðeins á að lýsa hluta hindrunar sem hluta vallar ætti sá hluti að vera skýrt merktur og upplýsingum um það komið til leikmanna. Þetta má gera með áberandi lituðum stikum á hvorum enda hlutarins sem ekki á að veita lausn frá eða með málningu.
I
Fallreitir
(1)
Hvenær nota á fallreiti
Fallreitir eru afbrigði lausnarsvæðis sem nefndin getur komið á. Þegar lausn er tekin í fallreit verður leikmaðurinn að láta boltann falla innan fallreitsins og boltinn verður að stöðvast innan hans. Nefndin ætti að setja staðarreglu sem tilgreinir hvenær megi nota fallreitinn (sjá fyrirmynd staðarreglu E-1).Notkun fallreita ætti að skoða þegar erfitt er að láta leikmenn taka venjulega lausn samkvæmt reglu, svo sem:
Að öllu jöfnu ættu fallreitir að veita leikmönnum viðbótarmöguleika á lausn. Þó getur nefndin ákveðið að fallreitur sé eini lausnarmöguleiki leikmanns samkvæmt reglu, annar en fjarlægðarvíti. Ef nefndin skyldar notkun fallreits kemur hann í stað annarra lausnarmöguleika í þeirri reglu. Þessu ætti að koma skýrt á framfæri við leikmenn.
(2)
Hvar staðsetja á fallreiti
Nefndin ætti að leitast við að staðsetja fallreiti þannig að hugmyndafræðin á bak við hönnun holunnar haldi sér og þannig að hann sé almennt ekki nær holunni en þar sem leikmaðurinn myndi láta bolta falla samkvæmt einhverjum þeirra kosta sem viðkomandi regla býður upp á. Til dæmis, þegar fallreitur er útbúinn fyrir vítasvæði ætti hann að vera þannig staðsettur að leikmaðurinn þurfi samt að slá yfir vítasvæðið, frekar en flatarmegin við vítasvæðið.Fallreiti má merkja á marga vegu, svo sem með máluðum línum á jörðinni, hlutum svipuðum teigmerkjum eða með stiku eða skilti. Fallreitirnir geta verið af hvaða lögun sem er, svo sem hringur eða ferhyrningur. Stærð fallreitsins getur farið eftir því hversu mikið er reiknað með að þeir verði notaðir og hvar þeir eru staðsettir, en að jafnaði má reikna með að þeir séu tvær kylfulengdir í þvermál eða minni. Þegar fallreitir eru merktir með málningu ætti að setja upp skilti eða mála merki á jörðina til að útskýra stöðu fallreitsins.Ef líklegt er að fallreitir verði mikið notaðir kann nefndin að kjósa að merkja fallreitinn með því að skilgreina svæðið í staðarreglum. Til dæmis gæti fallreiturinn verið skilgreindur sem innan einnar kylfulengdar frá tilteknum hlut, svo sem skilti eða stiku. Hlutinn er þá hægt að færa á milli daga til að tryggja að fallreiturinn haldist í góðu ástandi.
Í golfreglunum er nefndin skilgreind sem sá einstaklingur eða hópur sem er í forsvari fyrir keppni eða völlinn. Nefndin er ómissandi til að leikur fari eðlilega fram. Nefndirnar bera ábyrgð á daglegum leik á vellinum og framkvæmd keppna, sem ætti alltaf að fara fram samkvæmt golfreglunum. Þessum hluta opinberu leiðbeininganna er ætlað að veita leiðbeiningar til nefndanna um hvernig þær geti best sinnt þessu hlutverki.Þótt mörg verkefna nefndarinnar snúist um að halda skipulagðar keppnir er mikilvægur hluti ábyrgðar nefndarinnar að sjá um völlinn í almennum leik.
Staðarregla er frávik frá golfreglu eða viðbótarregla sem nefndin setur vegna almenns leiks eða tiltekinnar keppni. Nefndin ber ábyrgð á að ákveða hvort setja eigi staðarreglur og að tryggja að þær séu í samræmi við grundvallaratriðin í hluta 8. Nefndin verður að tryggja að allar staðarreglur séu aðgengilegar leikmönnum, hvort sem er á skorkorti, sérstöku blaði, tilkynningatöflu eða á vefsíðu vallarins.Staðarreglur sem setja má fyrir almennan leik flokkast þannig:
Að skilgreina vallarmörk og önnur svæði vallarins (hlutar 8A-8D).
Að skilgreina sérstakar eða breyttar lausnaraðferðir (hluti 8E).
Að skilgreina óeðlilegar vallaraðstæður og hluta vallar (hluti 8F).
Tæmandi lista yfir fyrirmyndir staðarreglna má finna fremst í hluta 8.Sjá hluta 5C varðandi aðrar gerðir staðarreglna sem eiga frekar við keppnir en almennan leik.
Misjafnt er eftir völlum og keppnum úr hversu miklum aðföngum nefndir hafa að spila og því getur tiltekin nefnd e.t.v. ekki útfært allar tillögur sem hér koma fram. Í slíkum tilvikum verður nefndin að forgangsraða áherslum sínum fyrir hverja keppni.Undirbúningur áður en keppni hefst er óumdeilanlega mjög mikilvægur svo að keppnin gangi vel fyrir sig. Skyldur nefndarinnar við undirbúning felast m.a. í:
Eftir að keppnin er hafin ber nefndin ábyrgð á að tryggja að leikmenn hafi allar nauðsynlegar upplýsingar til að leika samkvæmt reglunum og að aðstoða þá við að beita reglunum.
Staðarregla er frávik frá golfreglu eða viðbótarregla sem nefndin setur vegna almenns leiks eða tiltekinnar keppni. Nefndin ber ábyrgð á að ákveða hvort setja eigi staðarreglur og að tryggja að þær séu í samræmi við grundvallaratriðin í hluta 8(1). Staðarreglur sem stangast á við þessar leiðbeiningar eru ekki heimilar og umferðir leiknar með slíkar staðarreglur í notkun teljast ekki hafa verið leiknar samkvæmt golfreglunum.Ef nefndin setur slíkar staðarreglur sem eru í ósamræmi við tilgang fyrirmynda staðarreglna, ætti að bera undir forgjarafnefnd hvort leikmenn megi skrá skor umferðar til forgjafar.(1)Leiðbeiningar við setningu staðarreglnaÁður en staðarreglur eru settar ætti nefndin að skoða eftirfarandi leiðbeiningar:a. Staðarreglur hafa sömu stöðu og golfreglurnar fyrir viðkomandi keppni eða völl.b. Þótt nefndin hafi umtalsverðar heimildir samkvæmt golfreglunum til að aðlaga staðarreglur aðstæðum á tilteknum velli eða í tiltekinni keppni ættu allar staðarreglur sem nefndin setur að vera í samræmi við þá stefnu sem sett er í hluta 8.c. Hægt er að nota fyrirmyndirnar í heild sinni en einnig er hægt að nýta þær sem dæmi um hvernig skrifa eigi tilteknar gerðir staðarreglna. Ef nefnd breytir orðalagi fyrirmyndar að staðarreglu til að falla að sértækum aðstæðum á vellinum eða í keppninni ætti nefndin að tryggja að slíkar breytingar séu í samræmi við tilgang staðarreglunnar. Dæmi um breytingar á staðarreglu sem uppfyllir þessi skilyrði eru:
d. Ef annað er ekki tekið fram ætti víti fyrir brot á staðarreglu að vera almenna vítið.e. Nefndin má ekki nota staðarreglu til að ógilda eða breyta golfreglu, af þeirri einu ástæðu að nefndin telur að reglan ætti að vera öðruvísi en hún er. Eftirfarandi eru dæmi um staðarregur sem eru ekki heimilar:
Að leyfa notkun ósamþykktra kylfa.
Að lengja leitartímann úr þremur mínútum í fimm mínútur.
Að heimila leikmanni að hafa fleiri en einn kylfubera í senn.
f. Samkvæmt reglu 1.3c(3) hefur nefndin ekki leyfi til að beita vítum á annan hátt en kveðið er á um í golfreglunum. Því væri óviðeigandi ef nefndin setti óheimila staðarreglu sem felldi niður víti eða breytti víti. Eftirfarandi eru dæmi um staðarregur sem eru ekki heimilar:
Að fella niður víti fyrir að leika frá röngum teig ef leikmaður leiðréttir mistökin innan einnar mínúta frá því högg var slegið.
Minnka refsinguna fyrir að slá högg með ósamþykktri kylfu úr frávísun í almenna vítið.
Veiti eins höggs víti fyrir að tilkynna ekki öðrum leikmanni áður en bolta er lyft til að bera kennsl á hann.
g. Ef staðarregla er samin á grunni fyrirmyndar staðarreglu í þessum hluta getur nefndin leitað aðstoðar R&A um túlkun staðarreglunnar. En ef nefndin semur sínar eigin staðarregur, kemur það í hlut nefndarinnar að túlka viðkomandi staðarreglu.h.. Ef staðarregla er sett vegna tímabundinna aðstæðna ætti að fella hana úr gildi um leið og aðstæðurnar breytast þannig að staðarreglunnar sé ekki lengur þörf.i. Fyrirmyndir staðarreglna í hluta 8 spanna þær aðstæður eða vandamál sem eru það algengar að það réttlætir gerð sérstakrar fyrirmyndar. Stundum getur staðarregla átt rétt á sér þó engin fyrirmynd sé til staðar. Þegar slíkt á við ætti nefndin að semja staðarregluna í eins skýru og einföldu formi og hægt er. Þó er mikilvægast að staðarreglan falli vel að yfirlýstum tilgangi golfreglnanna og fyrirmyndum staðarreglnanna.Til dæmis, að leyfa vítalausa lausn úr kylfuförum á snöggslegnu svæði er ekki í samræmi við grundvallarregluna um að spila völlinn eins og þú kemur að honum og boltanum þar sem hann liggur, sem sett er fram í reglu 1.Ef nefndin telur að staðarregla, sem ekki er að finna í þessum leiðbeiningum, sé nauðsynleg vegna staðbundinna aðstæðna sem fyrirbyggja sanngjarnan leik, ætti nefndin að ráðfæra sig við R&A.(2) Upplýsingar um staðarreglurNefnin ætti að tryggja að allar staðarreglur séu apgengilegar leikmönnum hvort sem það er á skorkortum, með tilkynningum til leikmanna eða með stafrænum hætti.Þar sem styttri útgáfa staðarreglu er gefin út, t.d. aftan á skorkorti, ætti nefndin að tryggja að ítarlegri útgáfa textans sé tiltæk, t.d. á tilkynningatöflu eða á vefsíðu.
Algengustu formum holukeppni, höggleiks og liða- og sveitakeppna er lýst í reglum 1-25. Í þessum hluta er fjallað um nokkur önnur afbrigði golfleiks. Ítarlegri lýsingu á þeim frávikum sem eru nauðsynleg á reglum 1-25 vegna þessara leikforma má finna á vefsíðunni RandA.org.Öll tilfelli sem ekki er fjallað um í golfreglunum eða öðrum breytingum á leikforminu sem í hlut á, ættu að ákvarðast af nefndinni:
Með tilliti til allra kringumstæðna, og
Á þann hátt sem er eðlilegt, sanngjarnt og í samræmi við hvernig svipaðar aðstæður eru meðhöndlaðar samkvæmt reglunum.