Prenta hluta
4
Önnur atriði sem huga þarf að í almennum leik
4
Önnur atriði sem huga þarf að í almennum leik
A

Leikhraði og hegðunarreglur

Í þeim tilgangi að leikmenn njóti leiksins betur í almennum leik getur nefndin gripið til ýmissa ráða til að hraða leik og hvetja til góðrar hegðunar leikmanna, svo sem:
  • Fækka í ráshópum, lengja bil á milli ráshópa, innleiða auða rástíma (ræsisbil).
  • Hugleiða grundvallarbreytingar á uppsetningu vallarins, svo sem með breikkun brauta, lækkun og minni þéttleika karga eða minnka hraða flata.
  • Hvetja leikmenn til að leika af teigum sem henta þeirra getu.
  • Innleiða leikhraðareglur og hegðunarreglur.
Hér á eftir er fjallað um nokkur atriði sem nefndin ætti að hafa til hliðsjónar þegar leikhraðareglur og hegðunarreglur eru settar.
(1)
Bil milli rástíma
Of margir leikmenn á vellinum er algeng orsök fyrir því að umferðir taka lengri tíma en nauðsynlegt er. Því lengri tími sem er á milli rástíma, því betra flæði fæst í leikinn. Nefndi þarf þó oft að finna jafnvægi á milli þessa og að gefa sem flestum færi á að leika völlinn eða taka þátt í keppninni. Þegar leikið er með tveimur boltum er mælt með minnst 8 mínútum milli rástíma. Þegar leikið er með þremur boltum ætti að auka bilið í minnst 10 mínútur. Fyrir leik með fjórum boltum ætti að skoða 11 eða 12 mínútur milli rástíma. Þrátt fyrir að hæfilegt bil sé milli rástíma, þá geta myndast tafir á vellinum af ýmsum orsökum, svo sem leit að boltum eða að hola er óvenjulega einföld eða flókin í leik. Það er hægt að minnka áhrif þessara þátta með því að hafa auða rástíma inn á milli, eða "göt í ræsingu". Ef til dæmis ræst er með 10 mínútna millibili og nefndin hefur ónotaðan 10 hvern rástíma, þá myndast 10 mínútna hlé á 1. teig á 90 mínútna fresti. Ef tafir hafa myndast á teig framarlega á hringnum, þá ætti auði rástíminn að minnka áhrifin tafanna yfir daginn. Án auða rástímans er viðbúið að biðtíminn muni aukast á viðkomandi holu eftir því sem á daginn líður.
(2)
Leikhraðareglur
  • Eðli slíkra reglna þarf oft að ráðast af aðföngum sem eru fyrir hendi til að framfylgja reglunum á viðkomandi velli.
  • Til dæmis getur völlur með takmörkuðum fjölda starfsmanna einfaldlega gefið út að ætlast sé til að ráshópar haldi í við næsta ráshóp á undan eða að ætlast sé til að ráshópar leiki á innan við tilteknum tíma, en annar völlur kann að hafa einn eða fleiri starfsmenn til að vakta leikhraða og ræða við ráshópa sem hafa dregist aftur úr.
  • Að jafnaði er best að framfylgja slíkum reglum með agaviðurlögum. Slík viðurlög eru ótengd golfreglunum og það er á verksviði nefndarinnar að ákveða og framfylgja viðurlögunum.
(3)
Hegðunarreglur
  • Í almennum leik gæti nefndin sett upp auglýsingu í golfskálanum, eða á heimasíðu vallarins, þar sem fram kemur hvers konar hegðun eða klæðaburður sé óásættanlegur á vellinum, þar á meðal á tilteknum svæðum hans.
  • Að jafnaði er best að framfylgja slíkum reglum með agaviðurlögum. Slík viðurlög eru ótengd golfreglunum og það er á verksviði nefndarinnar að ákveða og framfylgja viðurlögunum.
B

Að fresta leik

Nefndin ætti að hugleiða hvernig hún myndi fresta leik ef talið er þess þurfi vegna veðurs. Frestun leiks er hægt að framkvæma á marga vegu, eftir því hversu margir starfsmenn eru til reiðu á vellinum, svo sem með merkjagjöf með lúðrum eða með tilkynningum til leikmanna.
C

Að veita aðstoð vegna reglnanna

Spurningar geta vaknað hjá leikmönnum í almennum leik um hvernig eigi að leysa úr álitamálum um reglurnar. Allir vellir ættu að tilnefna einstakling eða einstaklinga sem svara slíkum spurningum. Í mörgum tilvikum getur þar verið um að ræða kennara eða framkvæmdastjóra. Ef viðkomandi er óviss um rétta niðurstöðu getur hann borið málið undir viðkomandi yfirvöld reglumála.
SKOÐA FLEIRA
Hluti 1Hlutverk nefndarinnar
Í golfreglunum er nefndin skilgreind sem sá einstaklingur eða hópur sem er í forsvari fyrir keppni eða völlinn. Nefndin er ómissandi til að leikur fari eðlilega fram. Nefndirnar bera ábyrgð á daglegum leik á vellinum og framkvæmd keppna, sem ætti alltaf að fara fram samkvæmt golfreglunum. Þessum hluta opinberu leiðbeininganna er ætlað að veita leiðbeiningar til nefndanna um hvernig þær geti best sinnt þessu hlutverki. Þótt mörg verkefna nefndarinnar snúist um að halda skipulagðar keppnir er mikilvægur hluti ábyrgðar nefndarinnar að sjá um völlinn í almennum leik.
Lesa hluta