Tilgangur reglu: Regla 8 lýsir einu grundvallaratriði leiksins: „Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum". Þegar bolti leikmannsins stöðvast verður leikmaðurinn að öllu jöfnu að sætta sig við þær aðstæður sem hafa áhrif á höggið og má ekki bæta þær áður en boltanum er leikið. Samt má leikmaðurinn framkvæma tilteknar hóflegar athafnir þótt þær bæti þessar aðstæður og undir ákveðnum kringumstæðum má endurgera aðstæðurnar vítalaust, eftir að þeim hefur verið breytt til betri eða verri vegar.
8
Völlurinn leikinn eins og komið er að honum
8.1
Athafnir leikmanns sem bæta aðstæður sem hafa áhrif á höggið
Til að styðja við það grundvallaratriði að „leika völlinn eins og þú kemur að honum“ takmarkar þessi regla hvað leikmaður má gera til að bæta einhverjar af eftirfarandi „ aðstæðum sem hafa áhrif á höggið“ (hvar sem er á eða utan vallarins) vegna næsta höggs sem leikmaðurinn mun slá:
Legu boltans þar sem hann liggur kyrrstæður,
Svæði fyrirhugaðrar stöðu leikmannsins
Svæði fyrirhugaðs sveiflusviðs leikmannsins,
Leiklínu leikmannsins og
Lausnarsvæðið þar sem leikmaðurinn mun láta bolta falla eða mun leggja hann.
Þessi regla nær til athafna sem eru framkvæmdar á meðan umferð er leikin og á meðan leikur hefur verið stöðvaður samkvæmt reglu 5.7a.Reglan nær ekki til:
Að fjarlægja lausung eða hreyfanlegar hindranir, sem er leyft að því marki sem fram kemur í reglu 15, eða
Athafna sem eru framkvæmdar á meðan bolti leikmannsins er á hreyfingu, en fjallað er um slíkt í reglu 11.
8.1a
Óleyfilegar athafnir
Að undanskildum þeim takmörkuðu athöfnum sem leyfðar eru í reglum 8.1b, c og d, má leikmaður ekki gera neitt af eftirtöldu, ef það bætiraðstæður sem hafa áhrif á höggið:(1) Hreyfa, beygja eða brjóta:
Náttúrulega hluti sem vaxa eða eru fastir,
Óhreyfanlegar hindranir, hluta vallar eða vallarmarkahluti, eða
Teigmerki á teignum þegar verið er að leika bolta af þeim teig.
(2) Stilla upp lausung eða hreyfanlegri hindrun (svo sem til að byggja stöðu eða bætaleiklínu).(3) Breyta yfirborði jarðarinnar, þar á meðal með því að:
Leggja torfusnepil aftur í kylfufar,
F jarlægja eða þrýsta niður torfusneplum sem þegar hafa verið lagðir í kylfufar, eða öðru torfi sem er þegar á sínum stað, eða
Mynda eða afmá holur, ójöfnur eða óslétt yfirborð.
(4) Fjarlægja eða þrýsta niður sandi eða lausum jarðvegi.(5) Fjarlægja dögg, hrím eða vatn.Víti fyrir brot á reglu 8.1a: Almennt víti.
8.1b
Athafnir sem eru leyfðar
Í undirbúningi fyrir högg eða í högginu sjálfu má leikmaðurinn gera eftirfarandi, og það er vítalaust þótt það bætiaðstæður sem hafa áhrif á höggið:(1) Leita á eðlilegan hátt að bolta sínum með hóflegum athöfnum til að finna hann og þekkja (sjá reglu 7.1a).(2) Aðhafast hóflega til að fjarlægja lausung (sjá reglu 15.1) og hreyfanlegar hindranir (sjá reglu 15.2).(3) Aðhafast hóflega til að merkja staðsetningu bolta og til að lyfta boltanum og leggja hann aftur samkvæmt reglum 14.1 og 14.2.(4) Leggja kylfuhausinn létt niður, rétt framan eða rétt aftan við boltann. Að „leggja kylfuhausinn létt niður“ merkir að leyfa þyngd kylfunnar að hvíla á grasinu, jarðvegi, sandi eða öðru efni, á eða yfir yfirborði jarðarinnar. Þó felst ekki í þessu leyfi til að:
Þrýsta kylfunni á jörðina, eða
Þegar bolti er í glompu, snerta sandinn með kylfu rétt fyrir framan eða rétt fyrir aftan boltann (sjá reglu 12.2b(1)).
(5) Taka sér trygga fótstöðu, þar á meðal að grafa fæturna hóflega í sand eða lausan jarðveg(6) Taka sér eðlilega stöðu með hóflegum athöfnum til að komast að boltanum og taka sér síðan stöðu.Þó verður leikmaðurinn að hafa í huga að:
Hann á ekki kröfu til eðlilegrar stöðu eða sveiflu, og
Hann verður að nota athafnir sem valda minnstu truflun þegar hann glímir við þessar tilteknu kringumstæður.
(7) Slá högg eða sveifla kylfunni aftur fyrir högg sem er síðan slegiðÞó er bannað, samkvæmt reglu 12.2b(1), að snerta sandinn í glompunni í aftursveiflunni, þegar boltinn er í glompu.(8) Á teignum:
Hreyfa, beygja eða brjóta náttúrulega hluti sem vaxa eða eru fastir (sjá reglu 6.2b(3)), og
Breyta yfirborði jarðarinnar, fjarlægja eða þrýsta niður sandi og jarðvegi, eða fjarlægja dögg, hrím eða vatn (sjá reglu 6.2b(3)).
(9) Í glompu, slétta sand til að halda vellinum snyrtilegum, eftir að bolti sem leikið hefur verið úr glompunni er utan glompunnar (sjá reglu 12.2b(3)).(10) Á flötinni, fjarlægja sand og lausan jarðveg og lagfæra skemmdir (sjá reglu 13.1c).(11) Hreyfa náttúrulegan hlut til að athuga hvort þeir eru lausir.Hins vegar, ef í ljós kemur að hluturinn vex eða er fastur verður hluturinn að haldast fastur og koma verður honum eins nærri upphaflegri staðsetningu og hægt er.Sjáreglu 25.4g(breyting á reglu 8.1b(5) við að taka sér stöðu vegna leikmanna sem nota hreyfihjálpartæki).
8.1c
Að forðast víti með því að endurgera aðstæður sem hafa batnað, andstætt reglu 8.1a(1) eða 8.1a(2)
Ef leikmaður hefur bættaðstæður sem hafa áhrif á höggið með því að hreyfa, beygja eða brjóta hlut, andstætt reglu 8.1a(1) eða með því að stilla hlut upp, andstætt reglu 8.1a(2):
Er það vítalaust ef leikmaðurinn, áður en hann slær næsta högg, eyðir bótinni með því að endurgera upphaflegu aðstæðurnar á þá vegu sem heimilað er í (1) og (2) hér á eftir.
Hins vegar, ef leikmaðurinn bætiraðstæður sem hafa áhrif á höggið með því að aðhafast eitthvað af því sem lýst er í reglum 8.1a(3)-(5) sleppur hann ekki við víti þótt hann endurgeri upphaflegu aðstæðurnar.
(1) Hvernig endurgera á aðstæður sem hafa verið bættar með því að hreyfa, beygja eða brjóta hlut. Áður en hann slær höggið getur leikmaðurinn sloppið við víti fyrir brot á reglu 8.1a(1) með því að koma upphaflega hlutnum eins nærri upphaflegri stöðu og hægt er, þannig að bótinni sé eytt, til dæmis með því að:
Setja vallarmarkahlut (svo sem vallarmarkastiku) aftur á sinn stað eftir að hluturinn hefur verið fjarlægður eða með því að færa vallarmarkahlutinn aftur í upphaflega stöðu eftir að honum hefur verið ýtt í aðra stöðu, eða
Færa trjágrein, gras eða óhreyfanlega hindrun í upphaflega stöðu eftir að hluturinn hefur verið hreyfður.
Þó sleppur leikmaðurinn ekki við víti:
Ef bótinni verður ekki eytt (til dæmis þegar vallarmarkahlutur eða trjágrein hafa verið beygð eða brotin svo einhverju nemi, þannig að ekki er hægt að koma hlutnum í upphaflega stöðu), eða
Með því að nota eitthvað annað en upphaflega hlutinn sjálfan við að reyna að endurgera aðstæðurnar, svo sem:
Annan hlut eða viðbótarhlut (með því til dæmis að stinga annarri stiku í holu þaðan sem vallarmarkastika var fjarlægð eða binda trjágrein á upphaflegan stað), eða
Önnur efni til að lagfæra upphaflegan hlut (til dæmis með því að nota límband til að lagfæra brotinn vallarmarkahlut eða trjágrein).
(2) Hvernig endurgera má aðstæður sem hafa verið bættar með því að stilla hlut upp. Áður en leikmaðurinn slær höggið getur hann sloppið við víti fyrir brot á reglu 8.1a(2) með því að fjarlægja hlutinn sem var stillt upp.
8.1d
Að endurgera aðstæður sem versnuðu eftir að bolti stöðvaðist
Ef aðstæðurnar sem hafa áhrif á höggið hafa versnað eftir að bolti leikmannsins stöðvaðist:(1) Hvenær endurgera má aðstæður sem hafa versnað. Ef aðstæðurnar sem hafa áhrif á höggið hafa versnað fyrir tilverknað einhvers einstaklings, annars en leikmannsins, eða fyrir tilverknað dýrs, má leikmaðurinn vítalaust samkvæmt reglu 8.1a:
Endurgera upphaflegu aðstæðurnar eins og mögulegt er.
Merkja staðsetningu boltans og lyfta boltanum, hreinsa hann og leggja hann aftur á upphaflegan stað (sjá reglur 14.1 og 14.2), ef raunhæft er að gera það til að endurgera upphaflegu aðstæðurnar eða ef eitthvað efni hafnaði á boltanum þegar aðstæðurnar versnuðu.
Ef ekki er auðvelt að endurgera aðstæðurnar sem versnuðu, lyfta boltanum og leggja hann aftur, með því að leggja hann á nálægasta stað (ekki nær holunni) sem (1) hefur líkustu aðstæður sem hafa áhrif á höggið, (2) er innan einnar kylfulengdar frá upphaflega staðnum og (3) er á sama svæði vallarins og sá staður.
Undantekning - Lega bolta versnar þegar eða eftir að bolta er lyft eða hann hreyfður og áður en hann er lagður aftur: Tekið er á þessu í reglu 14.2d, nema legan hafi versnað þegar leikur hafði verið stöðvaður og boltanum var lyft, en þá á þessi regla við.(2) Hvenær ekki má endurgera aðstæður sem hafa versnað. Leikmaður má ekki bætaaðstæðurnar sem hafa áhrif á höggið (nema eins og leyft er í reglum 8.1c(1), 8.1c(2) og 13.1c) ef aðstæðurnar hafa versnað fyrir tilverknað:
Leikmannsins, þar á meðal kylfubera hans,
Annars einstaklings (öðrum en dómara) sem aðhefst með leyfi leikmannsins, eða
Náttúruöflunum, svo sem vindi eða vatni.
Ef aðstæðurnar hafa versnað og leikmaðurinn bætir þær þegar hann má það ekki fær leikmaðurinn almenna vítiðsamkvæmt reglu 8.1a.Víti fyrir að leika bolta af röngum stað, andstætt reglu 8.1d: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a.Sjá reglur 22.2 (í fjórmeninngi má hvor samherji koma fram fyrir hönd liðsins og litið er á athafnir samherjans sem athafnir leikmannsins); 23.5 (í fjórleik, má hvor samherji koma fram fyrir hönd liðsins og litið er á athafnir samherjans varðandi bolta eða útbúnað leikmannsins sem athafnir leikmannsins).
8.2
Vísvitandi athafnir leikmanns til að breyta öðrum áþreifanlegum aðstæðum í þeim tilgangi að hafa áhrif á kyrrstæðan bolta sinn eða tilvonandi högg
8.2a
Hvenær regla 8.2 á við
Þessi regla nær aðeins til vísvitandi athafna leikmanns til að breyta öðrum áþreifanlegum aðstæðum í þeim tilgangi að hafa áhrif á kyrrstæðan bolta sinn eða tilvonandi högg.Reglan á ekki við um athafnir leikmanns til að:
Vísvitandi sveigja úr leið eða stöðva eigin bolta eða til að breyta vísvitandi einhverjum áþreifanlegum aðstæðum til að hafa áhrif á hvar boltinn kunni að stöðvast (sem fjallað er um í reglum 11.2 og 11.3), eða
Breyta aðstæðum sem hafa áhrif á högg leikmannsins (sem fjallað er um í reglu 8.1a).
8.2b
Óleyfilegar athafnir til að breyta öðrum áþreifanlegum aðstæðum
Leikmaður má ekki vísvitandi aðhafast neitt af því sem lýst er í reglu 8.1a (nema eins og leyft er í reglum 8.1b, c eða d) í þeim tilgangi að breyta einhverjum öðrum slíkum áþreifanlegum aðstæðum til að hafa áhrif á:
Hvert bolti leikmannsins kunni að fara eða hvar hann kunni að stöðvast eftir næsta högg eða síðari högg, eða
Hvert kyrrstæður bolti leikmannsins kunni að fara eða hvar hann kunni að stöðvast ef hann hreyfist áður en höggið er slegið (til dæmis þegar boltinn er í brattri brekku og leikmaðurinn er smeykur um að boltinn kunni að rúlla inn í runna).
Undantekning – Athafnir til að halda vellinum snyrtilegum: Það er vítalaust samkvæmt þessari reglu þótt leikmaðurinn breyti einhverjum slíkum áþreifanlegum aðstæðum til að halda vellinum snyrtilegum (til dæmis með því að slétta fótspor í glompu eða leggja torfusnepil í kylfufar).Víti fyrir brot á reglu 8.2: Almennt víti.Sjá reglur 22.2 (í fjórmeninngi má hvor samherji koma fram fyrir hönd liðsins og litið er á athafnir samherjans sem athafnir leikmannsins); 23.5 (í fjórleik, má hvor samherji koma fram fyrir hönd liðsins og litið er á athafnir samherjans varðandi bolta eða útbúnað leikmannsins sem athafnir leikmannsins).
8.3
Vísvitandi athafnir leikmanns til að breyta áþreifanlegum aðstæðum í þeim tilgangi að hafa áhrif á kyrrstæðan bolta annars leikmanns eða tilvonandi högg hans
8.3a
Hvenær regla 8.3 á við
Þessi regla nær aðeins til vísvitandi athafna leikmanns til að breyta áþreifanlegum aðstæðum í þeim tilgangi að hafa áhrif á kyrrstæðan bolta annars leikmanns eða tilvonandi högg þess leikmanns.Reglan nær ekki til athafna leikmanns til að vísvitandi sveigja úr leið eða stöðva bolta sem er á hreyfingu og tilheyrir öðrum leikmanni eða til að breyta vísvitandi einhverjum áþreifanlegum aðstæðum til að hafa áhrif á hvar boltinn kunni að stöðvast (sem fjallað er um í reglum 11.2 og 11.3).
8.3b
Óleyfilegar athafnir til að breyta öðrum áþreifanlegum aðstæðum
Leikmaður má ekki vísvitandi aðhafast neitt af því sem lýst er í reglu 8.1a (annað en leyft er í reglu 8.1b, c eða d) til að:
Bæta eða gera verri aðstæður sem hafa áhrif á högg annars leikmanns, eða
Breyta öðrum áþreifanlegum aðstæðum til að hafa áhrif á:
Hvert bolti annars leikmanns kann að fara eða hvar hann kann að stöðvast eftir næsta högg þess leikmanns eða síðari högg hans, eða
Hvert kyrrstæður bolti annars leikmanns kann að fara eða hvar hann kann að stöðvast ef hann hreyfist áður en höggið er slegið.
Undantekning – Athafnir til að halda vellinum snyrtilegum: Það er vítalaust samkvæmt þessari reglu þótt leikmaðurinn breyti einhverjum slíkum áþreifanlegum aðstæðum til að halda vellinum snyrtilegum (til dæmis með því að slétta fótspor í glompu eða leggja torfusnepil í kylfufar).Víti fyrir brot á reglu 8.3: Almennt víti.Sjá reglur 22.2 (í fjórmeninngi má hvor samherji koma fram fyrir hönd liðsins og litið er á athafnir samherjans sem athafnir leikmannsins);23.5 (í fjórleik, má hvor samherji koma fram fyrir hönd liðsins og litið er á athafnir samherjans varðandi bolta eða útbúnað leikmannsins sem athafnir leikmannsins).
Tilgangur reglu Regla 4 nær yfir útbúnaðinn sem leikmenn mega nota þegar umferð er leikin. Vegna þess grundvallaratriðis að golf er krefjandi leikur þ...
Tilgangur reglu: Regla 5 fjallar um hvernig umferð er leikin, svo sem hvar og hvenær leikmaður má æfa sig á vellinum fyrir umferð eða á meðan umferð e...
Tilgangur reglu: Regla 6 fjallar um hvernig leika á holu, svo sem sérstöku ákvæðin um hvernig leikur hefst á holu, kröfuna um að sama bolta sé leikið ...
Tilgangur reglu: Regla 10 fjallar um hvernig eigi að undirbúa og slá högg, þar á meðal um ráðleggingu og aðra aðstoð sem leikmaðurinn má þiggja frá öð...
Tilgangur reglu: Regla 11 fjallar um hvað eigi að gera ef bolti leikmannsins er á hreyfingu og hittir einstakling, dýr, útbúnað eða annað á vellinum. ...
Tilgangur reglu: Regla 12 er sérregla fyrir glompur, sem eru sérstaklega útbúin svæði til að reyna á hæfni leikmannsins við að leika bolta úr sandi. T...
Tilgangur reglu: Regla 13 er sérregla um flatir. Flatir eru sérstaklega gerðar til að leika boltanum eftir jörðinni og einnig er flaggstöng í holunni ...
Tilgangur reglu: Regla 14 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má merkja staðsetningu kyrrstæðs bolta, lyfta boltanum og hreinsa hann og hvernig ...
Tilgangur reglu: Regla 16 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má taka lausn án vítis með því að leika bolta frá öðrum stað, svo sem þegar truflu...
Tilgangur reglu: Regla 17 er sérregla fyrir vítasvæði, sem eru vatnasvæði eða önnur svæði skilgreind af nefndinni, þar sem boltar týnast oft eða eru ó...
Tilgangur reglu: Regla 18 fjallar um fjarlægðarlausn gegn víti. Ef bolti er týndur utan vítasvæðis eða stöðvast út af er rofin sú nauðsynlega framvind...
Tilgangur reglu: Í reglu 19 eru útskýrðir þeir möguleikar sem leikmaðurinn hefur varðandi ósláanlegan bolta. Leikmaðurinn getur valið á milli nokkurra...
Tilgangur reglu: Regla 20 fjallar um hvað leikmenn ættu að gera þegar spurningar vakna um reglurnar á meðan umferð er leikin, þar á meðal ferlin (sem ...
Tilgangur reglu: Regla 21 fjallar um fjögur önnur leikform í keppni einstaklinga, þar á meðal þrjú form höggleiks þar sem skor ákvarðast á annan hátt ...
Tilgangur reglu: Regla 22 fjallar um fjórmenning (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem tveir samherjar keppa saman sem lið með...
Tilgangur reglu: Regla 23 fjallar um fjórleik (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem samherjar keppa sem lið og hvor samherji l...
Tilgangur reglu: Regla 24 fjallar um sveitakeppnir (sem leiknar eru annaðhvort sem holukeppni eða höggleikur), þar sem margir leikmenn eða lið keppa s...
Tilgangur reglu: Í reglu 25 er lýst breytingum á ákveðnum golfreglum til að gefa leikmönnum með tilteknar fatlanir kost á að keppa á jafnréttisgrundve...