Fjarlægðarlausn. Bolti týndur eða út af. Varabolti
Tilgangur reglu: Regla 18 fjallar um fjarlægðarlausn gegn víti. Ef bolti er týndur utan vítasvæðis eða stöðvast út af er rofin sú nauðsynlega framvinda að leika af teignum þar til boltinn er í holu. Leikmaðurinn verður að endurvekja þessa framvindu með því að leika aftur þaðan sem síðasta högg var slegið.Þessi regla fjallar einnig um hvernig og hvenær leika má varabolta til að flýta fyrir þegar bolti í leik kann að hafa hafnað út af eða týnst utan vítasvæðis.
18
Fjarlægðarlausn. Bolti týndur eða út af. Varabolti
18.1
Fjarlægðarlausn gegn víti leyfð hvenær sem er
18.1/1
Bolta sem hefur verið tíaður má lyfta ef upphaflegi boltinn finnst innan þriggja mínútna leitartímans
Þegar leikið er aftur frá teignum er bolti sem hefur verið lagður, látinn falla eða tíaður innan teigsins ekki í leik fyrr en leikmaðurinn slær högg að honum (skilgreining á „Í leik“ og regla 6.2).Til dæmis leikur leikmaður frá teignum, leitar að bolta sínum í stutta stund og fer síðan til baka og tíar annan bolta. Áður en leikmaðurinn slær högg að boltanum sem hann tíaði, og innan þriggja mínútna leitartímans, finnst upphaflegi boltinn. Leikmaðurinn má sleppa því að leika tíaða boltanum og halda leik áfram með upphaflega boltanum, vítalaust, en má einnig taka fjarlægðarlausn gegn víti með því að leika aftur af teignum.Hins vegar, ef leikmaðurinn hefur leikið frá almenna svæðinu og síðan látið annan bolta falla til að taka fjarlægðarlausn er niðurstaðan önnur því þá verður leikmaðurinn að halda leik áfram með boltanum sem hann lét falla, gegn fjarlægðarvíti. Ef leikmaðurinn héldi leik áfram með upphaflega boltanum væri hann að leika röngum bolta.
18.1/2
Ekki er hægt að komast undan víti með því að taka fjarlægðarlausn
Ef leikmaður lyftir bolta sínum þegar það má ekki er leikmaðurinn búinn að baka sér eitt vítahögg samkvæmt reglu 9.4b. Hann losnar ekki undan því víti þótt hann ákveði svo að taka fjarlægðarlausn.Til dæmis hafnar teighögg leikmanns inni í skógi. Leikmaðurinn tekur upp bolta sem hann heldur að sé flækingsbolti en uppgötvar þá að þetta er hans bolti, í leik. Leikmaðurinn ákveður síðan að taka fjarlægðarlausn.Leikmaðurinn fær eitt vítahögg samkvæmt reglu 9.4b til viðbótar við fjarlægðarvítið samkvæmt reglu 18.1, því á því augnabliki sem leikmaðurinn lyfti boltanum leyfðu reglurnar honum ekki að lyfta boltanum og leikmaðurinn hafði engan ásetning um að taka fjarlægðarlausn. Næsta högg leikmannsins verður það fjórða.
18.2
Bolti týndur eða út af Taka verður fjarlægðarlausn
18.2a(1)/1
Leyfður leitartími þegar leit er trufluð tímabundið
Leikmaður hefur þrjár mínútur til að leita að bolta sínum áður en boltinn telst týndur. Hins vegar eru nokkur tilvik þar sem „klukkan stöðvast“ og sá tími er ekki talinn með í mínútunum þremur.Eftirfarandi eru dæmi sem sýna hvernig fara á með leitartímann þegar leit er trufluð tímabundið:
Leikmaður í höggleik leitar að bolta sínum í eina mínútu og finnur bolta. Leikmaðurinn heldur að þetta sé sinn bolti. Það tekur hann 30 sekúndur að ákveða hvernig högg hann ætli að slá, velja kylfu og leika boltanum. Leikmaðurinn uppgötvar svo síðar að þetta var rangur bolti. Þegar leikmaðurinn kemur aftur á staðinn þar sem líklegt var að upphaflegi boltinn lægi og byrjar leitina að nýju hefur hann tvær mínútur til viðbótar til að leita. Leitartíminn stöðvaðist þegar leikmaðurinn fann ranga boltann og hætti leit.
Leikmaður hefur leitað að bolta sínum í tvær mínútur þegar nefndin frestar leik. Leikmaðurinn heldur leit áfram. Þegar þrjár mínútur eru liðnar frá því leikmaðurinn hóf leit er boltinn týndur, jafnvel þótt leitartíminn hafi runnið út eftir að leik var frestað.
Leikmaður hefur leitað að bolta sínum í eina mínútu þegar leik er frestað. Leikmaðurinn heldur leit áfram í eina mínútu, hættir þá leit og fer í skjól. Þegar leikmaðurinn fer aftur út á völlinn til að hefja leik að nýju má hann leita í eina mínútu í viðbót að boltanum, jafnvel þótt leikur hafi ekki hafist að nýju.
Leikmaður finnur og þekkir bolta sinn í háum karga eftir tveggja mínútna leit. Leikmaðurinn yfirgefur svæðið til að sækja sér kylfu. Þegar hann kemur til baka finnur hann boltann ekki. Leikmaðurinn hefur eina mínútu til viðbótar til að leita áður en boltinn telst týndur. Þriggja mínútna leitartíminn stöðvaðist þegar boltinn fannst upphaflega.
Leikmaður leitar að bolta sínum í tvær mínútur. Þá stígur hann til hliðar til að hleypa ráshópi fram úr. Leitartíminn stöðvast á meðan ekki er hægt að leita og leikmaðurinn hefur svo eina mínútu til viðbótar til að leita.
Leikmaður leira að bolta sínum, sem talinn er vera hulinn sandi í glompu. Leikmapurinn er óviss um hvernig hann má haga leit sinni að boltanum svo hann hættir leit í eina mínútu til að biðja dómara eða nefndina um úrskurð. Eftir tvær mínútur til viðbótar kemur dómari og úrskurðar fyrir leikmanninn. Þegar leikmaðurinn hefur leit að nýju, þá hefur hann tvær mínútur til að finna boltann.
18.2a(1)/2
Kylfuberi þarf ekki að byrja leit að bolta leikmannsins á undan leikmanninum
Leikmaður má segja kylfubera sínum að hefja ekki leit að bolta leikmannsins.Til dæmis slær leikmaður langt teighögg í háan karga og annar leikmaður slær stutt teighögg í háa kargann. Kylfuberi leikmannsins leggur af stað í átt að staðnum þar sem bolti leikmannsins kann að vera, til að byrja leit. Allir aðrir, þar á meðal leikmaðurinn, ganga í átt að staðnum þar sem bolti hins leikmannsins kann að vera, til að leita að þeim bolta.Leikmaðurinn má segja kylfubera sínum að leita að bolta hins leikmannsins og bíða með að leita að bolta leikmannsins þar til aðrir geta aðstoðað.
18.2a(1)/3
Merking "eðlilegur tími til þess" þegar kennsl eru borin á bolta
Regla 18.2a(1) tiltekur að leikmaður verði að bregðast hratt við til að bera kennsl á bolta sem hefur fundist og er talinn geta verið bolti leikmannsins. Og, þegar hann gera það, hefur leikmaðurinn eðlilegan tíma tll að bera kennsl á boltann.Hinsvegar, svo fremi sem bolti leikmannsins finnst og kennsl borin á hann innan þriggja mínútna leitartímans, má leikmaðurinn taka eins mikinn tíma inna þriggja mínútnanna til að bera kennsl á hann. En þegar bolti finnst nærri enda þessa þriggja mínútna leitatíma, er eðlilegt að gefa leimanninum allt að eina mínútu til að bera kennsl á boltann.Til dæmis, leikmaður finnur bolta í tré 2 minútum og 30 sekúndum eftir að leit hófst, en getur ekki strax borið kennsl á boltann sem sinn. Í þessu tilfelli er réttlætanlegt að leikmaðurinn fái eina mínútu til að bera kennsl á boltann, þannig að ef leikmaðurinn getur borið kennsl á boltann innan 3 mínútna og 30 sekúndna eftir að leitin hófst, þá er boltinn ekki týndur. En ef leikmaðurinn uppgötvar að þetta er ekki boltinn hans eftir að þriggja mínútna leitartíminn er liðinn, þá er boltinn hans týndur og leikmaðurinn hefur ekki lengri tíma til að leita.Á sama hátt, ef bolti finnst nálægt lokum þriggja mínútna leitartímans en leikmaðurinn er ekki þar sem boltinn fannst, þá leyfir regla 18.2a(1) að leikmaðurinn fái eðlilegan tíma til að komast á staðinn þar sem boltinn er, þegar þangað er komið er réttlætanlegt að gefa leikmanninum allt að einni mínútu til að bera kennsla á boltann. (Nýtt)
18.2a(2)/1
Vatnsstraumur ber bolta út af
Ef vatnsstraumur (tímabundið vatn eða vatn innan vítasvæðis) ber bolta út af verður leikmaðurinn að taka fjarlægðarlausn (regla 18.2b). Vatn er eitt náttúruaflanna en ekki utanaðkomandi áhrif. Því á regla 9.6a ekki við.
18.3
Varabolti
18.3a/1
Hvenær leikmaður má leika varabolta
Þegar leikmaður veltir fyrir sér hvort hann megi leika varabolta er eingöngu horft á þær upplýsingar sem leikmaðurinn býr yfir á þeim tíma.Eftirfarandi eru dæmi um hvenær má leika varabolta:
Hugsanlegt er að upphaflegi boltinn sé innan vítasvæðis en hann getur líka verið týndur utan vítasvæðis eða verið út af.
Leikmaður heldur að upphaflegi boltinn hafi stöðvast á almenna svæðinu og að hann kunni að vera týndur. Ef boltinn finnst síðan innan vítasvæðis innan þriggja mínútna leitartímans verður leikmaðurinn að hætta með varaboltann.
18.3a/2
Leika má varabolta eftir að leit hefur byrjað
Leikmaður má leika varabolta vegna bolta sem kann að vera týndur þangað ti að þriggja mínútna leitartíminn er liðinn.Til dæmis, ef leikmaður getur farið til baka þangað sem hann sló síðasta högg sitt og leikið varabolta áður en þriggja mínútna leitartíminn er liðinn má leikmaðurinn það.Ef leikmaðurinn leikur varabolta og upphaflegi boltinn finnst svo innan þriggja mínútna leitartímans verður leikmaðurinn að halda leik áfram með upphaflega boltanum.
18.3a/3
Hver bolti tengist aðeins fyrri bolta þegar leikið er af sama stað
Þegar leikmaður leikur fleiri boltum frá sama stað tengist hver bolti einungis síðasta bolta á undan.Til dæmis leikur leikmaður varabolta í þeirri trú að teighögg hans kunni að vera týnt eða út af. Varaboltinn er sleginn í sömu átt og upphaflegi boltinn. Án nokkurrar tilkynningar slær leikmaðurinn þriðja boltanum af teignum. Sá bolti stöðvast á brautinni.Ef upphaflegi boltinn er hvorki týndur né út af verður leikmaðurinn að halda leik áfram með honum, vítalaust.Hins vegar, ef upphaflegi boltinn er týndur eða út af verður leikmaðurinn að halda leik áfram með þriðja boltanum sem hann lék af teignum, því honum var leikið án nokkurrar tilkynningar. Þess vegna er þriðji boltinn skiptibolti fyrir varaboltann, gegn fjarlægðarvíti (regla 18.1), óháð því hvar varaboltinn hafnaði. Leikmaðurinn væri kominn með 5 högg (að vítahöggum meðtöldum) með þriðja boltanum sem leikið var af teignum.
18.3b/1
Yfirlýsingar sem gefa „skýrt til kynna“ að verið er að leika varabolta
Þegar varabolta er leikið er best að tilkynna það með því að nota orðið „varabolti“. Hins vegar er annað orðalag leyfilegt ef skýrt kemur fram að leikmaðurinn ætli að leika varabolta.Eftirfarandi eru dæmi um tilkynningar sem gefa skýrt til kynna að leikmaðurinn sé að leika varabolta:
Eftirfarandi eru dæmi um tilkynningar sem gefa ekki skýrt til kynna að leikmaðurinn sé að leika varabolta og merkja því að leikmaðurinn sé að setja bolta í leik með fjarlægðarvíti:
„Ég ætla að slá annan“
„Ég ætla að leika öðrum"
18.3c(1)/1
Athafnir vegna varabolta eru áframhald á leik varaboltans
Að aðhafast eitthvað annað en að slá högg að varabolta, svo sem að láta bolta falla, leggja eða skipta um bolta, nær holunni en þar sem upphaflegi boltinn er talinn vera felur ekki í sér að „leika“ varaboltanum og veldur því ekki að boltinn hætti að vera varabolti.Til dæmis kann teighögg leikmanns að vera týnt 175 metrum frá holunni þannig að hann leikur varabolta. Eftir stutta leit að upphaflega boltanum fer leikmaðurinn áfram til að leika varaboltanum sem er í runna 150 metra frá holunni. Leikmaðurinn ákveður að varaboltinn sé ósláanlegur og lætur hann falla samkvæmt reglu 19.2c. Áður en hann leikur boltanum sem hann lét falla finnur áhorfandi upphaflega boltann, innan þriggja mínútna frá því leikmaðurinn hóf leit að honum.Í þessu tilfelli er upphaflegi boltinn enn í leik því hann fannst innan þriggja mínútna frá því leit hófst og leikmaðurinn hefur ekki slegið högg að varaboltanum frá stað sem er nær holunni en þar sem upphaflegi boltinn var talinn vera.
18.3c(2)/1
Áætlaður staður upphaflegs bolta notaður til að ákvarða hvor boltinn er í leik
Í reglu 18.3c(2) er staðurinn þar sem leikmaðurinn „áætlar“ að upphaflegur bolti sinn sé notaður til að ákvarða hvort varaboltanum hafi verið leikið nær holunni en sá staður og hvor boltinn, sá upphaflegi eða varaboltinn, er í leik. Áætlaði staðurinn er ekki þar sem upphaflegi boltinn finnst að lokum. Heldur staðurinn þar sem leikmaðurinn hefur ástæðu til að ætla að boltinn sé.Eftirfarandi eru dæmi um hvernig ákvarðað er hvor boltinn er í leik:
Leikmaður sem heldur að upphaflegur bolti sinn kunni að vera týndur eða út af leikur varabolta. Varaboltinn stöðvast ekki nær holunni en áætluð staðsetning upphaflega boltans. Leikmaðurinn finnur bolta og leikur honum, í þeirri trú að þetta sé upphaflegi boltinn. Þá uppgötvar leikmaðurinn að boltinn sem hann lék var varaboltinn. Í þessu tilviki var varaboltanum ekki leikið af stað nær holunni en þar sem áætlað var að upphaflegi boltinn lægi. Því má leikmaðurinn halda áfram leit að upphaflega boltanum. Ef upphaflegi boltinn finnst innan þriggja mínútna frá því leit hófst er hann áfram í leik og leikmaðurinn verður að hætta leik með varaboltanum. Ef þriggja mínútna leitartíminn rennur út áður en boltinn finnst er varaboltinní leik.
Leikmaður sem heldur að upphaflegur bolti sinn kunni að vera týndur eða hafi farið yfir veg sem skilgreinir vallarmörk leikur varabolta. Leikmaðurinn leitar í stutta stund að upphaflega boltanum en finnur hann ekki. Leikmaðurinn gengur þá áfram og leikur varaboltanum af stað sem er nær holunni en þar sem áætlað var að upphaflegi boltinn lægi. Að því loknu gengur leikmaðurinn áfram og finnur þá upphaflega boltann innan vallar. Upphaflegi boltinn virðist hafa skoppað eftir veginum og hafnað innan vallar því hann fannst mun framar en áætlað var að hann lægi. Í þessu tilviki varð varaboltinní leik þegar honum var leikið af stað sem var nær holunni en þar sem áætlað var að upphaflegi bolti lægi. Upphaflegi boltinn er ekki lengur í leik og hætta verður leik með honum.
18.3c(2)/2
Mótherji eða annar leikmaður má leita að bolta leikmannsins þrátt fyrir óskir leikmannsins um annað
Jafnvel þótt leikmaður velji að halda áfram leik með varaboltanum án þess að leita að upphaflega boltanum má mótherji hans eða aðrir leikmenn í höggleik leita að upphaflega boltanum svo fremi að það tefji ekki leik um of. Finnist upphaflegi boltinn á meðan hann er enn í leik verður leikmaðurinn að hætta leik með varaboltanum (regla 18.3c(3)).Til dæmis lendir upphafshögg leikmannsins á par 3 holu inni í þéttum skógi og hann velur að leika varabolta. Varaboltinn hafnar nærri holunni. Þess vegna vill leikmaðurinn ekki finna upphaflega boltann. Hann gengur því beint að varaboltanum til að halda leik áfram með honum. Mótherji leikmannsins eða annar leikmaður í höggleik telur að það myndi koma sér betur ef upphaflegi boltinn fyndist, svo hann hefur leit að honum.Ef hann finnur upphaflega boltann áður en leikmaðurinn slær annað högg að varaboltanum verður leikmaðurinn að hætta með varaboltann og halda leik áfram með upphaflega boltanum. Hins vegar, ef leikmaðurinn slær annað högg að varaboltanum áður en upphaflegi boltinn finnst verður varaboltinn í leik því hann er nær holunni en áætluð staðsetning upphaflega boltans (regla 18.3c(2)).Í holukeppni, ef varabolti leikmannsins var nær holunni en bolti mótherjans má mótherjinn afturkalla höggið og láta leikmanninn leika í réttri röð (regla 6.4a). Hins vegar breytir afturköllun höggsins ekki stöðu upphaflega boltans sem er ekki lengur í leik.
18.3c(2)/3
Þegar skor með varabolta í holu verður skor á holunni
Svo fremi að upphaflegi boltinn hafi ekki þegar fundist innan vallar gildir skorið með varaboltanum, sem er í holu, sem skor leikmannsins á holunni þegar leikmaðurinn lyftir boltanum úr holunni. Í þessu tilfelli er litið svo á að það að lyfta boltanum úr holunni sé jafngilt því að slá högg.Til dæmis getur teighögg leikmanns A á stuttri holu verið týnt svo hann leikur varabolta sem hafnar í holunni. Leikmaður A vill ekki leita að upphaflega boltanum en leikmaður B, mótherji leikmanns A eða annar leikmaður í höggleik, fer að leita að upphaflega boltanum.Ef leikmaður B finnur upphaflega boltann áður en leikmaður A lyftir varaboltanum úr holunni verður leikmaður A að hætta með varaboltann og halda leik áfram með upphaflega boltanum. Ef leikmaður A lyftir boltanum úr holunni áður en leikmaður B finnur upphaflega boltann er skor leikmanns A á holunni þrjú högg.
18.3c(2)/4
Varabolti sem leikmaður hefur lyft verður að bolta í leik
Ef leikmaður lyftir varabolta sínum þegar það má ekki samkvæmt reglunum og varaboltinn verður síðar í leik fær leikmaðurinn eitt vítahögg samkvæmt reglu 9.4b (Víti fyrir að lyfta bolta eða valda því að hann hreyfist) og verður að leggja boltann aftur.Til dæmis heldur leikmaður í höggleik að teighögg sitt kunni að vera týnt og því leikur hann varabolta. Leikmaðurinn finnur bolta sem hann heldur að sé upphaflegi boltinn, slær högg að honum og tekur upp varaboltann. Síðar uppgötvar hann að boltinn sem hann lék var ekki upphaflegi boltinn heldur rangur bolti. Leikmaðurinn heldur áfram leit að upphaflega boltanum en finnur hann ekki innan þriggja mínútna.Þar sem varaboltinn varð að bolta í leik með fjarlægðarvíti þarf leikmaðurinn að leggja þann bolta aftur og fær eitt vítahögg samkvæmt reglu 9.4b. Leikmaðurinn fær einnig tvö vítahögg fyrir að leika röngum bolta (regla 6.3c). Næsta högg leikmannsins er sjöunda högg hans.