Fjórmenningur (einnig þekkt sem slegið til skiptis)
Tilgangur reglu: Regla 22 fjallar um fjórmenning (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem tveir samherjar keppa saman sem lið með því að slá einn bolta til skiptis. Reglurnar fyrir þetta leikform eru að grunni til þær sömu og í einstaklingskeppni, nema að samherjarnir þurfa að slá teighögg til skiptis til að hefja leik á holu og ljúka síðan holunni með því að slá til skiptis.
22
Fjórmenningur (einnig þekkt sem slegið til skiptis)
22.3
Samherjar verða að slá til skiptis
22.3/1
Ef leikið er aftur af teig í blönduðum fjórmenningi verður að leika af sama teig
Í blönduðum fjórmenningi þar sem karlar og konur leika af ólíkum teigum, til dæmis ef karl leikur frá grænum teig og slær bolta sinn út af, verður konan að slá næsta högg af græna teignum.
22.3/2
Að ákvarða hvor boltinn er í leik þegar báðir samherjar í fjórmenningi slá af sama teig
Ef bæði leikmaðurinn og samherji hans slá fyrir mistök báðir frá sama teignum verður að ákvarða hvor átti að leika.Til dæmis eru leikmenn A og B samherjar í liði A-B. Leikmaður A slær fyrst af teig og leikmaður B slær síðan líka af sama teig:
Ef leikmaður A átti að leika er bolti leikmanns B bolti liðsinsí leik gegn fjarlægðarvíti (regla 18.1). Liðið er komið með 3 högg (þar með talið eitt vítahögg) og leikmaður A á að slá næst.
Ef leikmaður B átti að leika tapar liðið holunni í holukeppni eða fær tvö vítahögg í höggleik fyrir að leika í rangri röð, fyrst leikmaður A lék fyrst. Í höggleik er bolti leikmanns B bolti liðsinsí leik. Liðið er komið með 3 högg (þar með talin tvö vítahögg) og leikmaður A á að leika næst.
22.3/3
Leikmaður má ekki vísvitandi slá vindhögg svo að samherji hans slái næst
Leikmaður má ekki breyta leikröðinni með því að slá vísvitandi vindhögg að boltanum. „Högg“ er hreyfing kylfunnar fram á við í þeim tilgangi að hitta boltann. Ef leikmaðurinn sló vísvitandi vindhögg hefur hann því ekki slegið högg og hann á að leika næstur.Til dæmis eru leikmenn A og B samherjar í liði A-B. Ef leikmaður A slær vísvitandi vindhögg svo að leikmaður B geti slegið næsta högg hefur leikmaður A ekki slegið högg því hann ætlaði sér ekki að hitta boltann. Ef leikmaður B slær boltann næstur fær liðið A-B almenna vítið því leikmaður B lék í rangri röð þar sem leikmaður A átti að leika næstur.Hins vegar, ef leikmaður A slær vindhögg af slysni, en ætlaði að hitta boltann, hefur hann slegið högg og leikmaður B á að slá næstur.
22.3/4
Hvað gera á þegar rangur samherji slær varabolta
Ef lið ákveður að leika varabolta verður honum að vera leikið af þeim samherja sem átti að slá næsta höggliðsins.Til dæmis eru leikmenn A og B samherjar í liði A-B. Leikmaður A leikur bolta sínum og vafi er um hvort boltinn sé út af eða týndur utan vítasvæðis. Ef liðið ákveður að leika varabolta verður leikmaður B að slá varaboltann. Ef leikmaður A leikur varaboltanum fyrir slysni er það vítalaust ef upphaflegi boltinn finnst og varaboltinn verður ekki að bolta í leik.Hins vegar, ef upphaflegi boltinn er týndur og varaboltinn verður að bolta í leik tapar liðið holunni í holukeppni eða fær tvö vítahögg í höggleik fyrir að leika í rangri röð, því leikmaður A lék varaboltanum. Í höggleik verður að hætta með varaboltann og leikmaður B verður að fara á staðinn þar sem A sló síðasta högg að upphaflega boltanum og setja bolta þar í leik (regla 18.2b).