Bolti á hreyfingu hittir af slysni einstakling, dýr eða hlut. Vísvitandi athafnir til að hafa áhrif á bolta á hreyfingu
Tilgangur reglu: Regla 11 fjallar um hvað eigi að gera ef bolti leikmannsins er á hreyfingu og hittir einstakling, dýr, útbúnað eða annað á vellinum. Þegar þetta gerist fyrir slysni er það vítalaust og leikmaðurinn þarf oftast að sætta sig við afleiðingarnar, hvort sem þær eru hagstæðar honum eða ekki, og leika boltanum þar sem hann stöðvast. Samkvæmt reglu 11 má leikmaður heldur ekki aðhafast neitt vísvitandi til að hafa áhrif á hvar bolti sem er á hreyfingu kunni að stöðvast.
11
Bolti á hreyfingu hittir af slysni einstakling, dýr eða hlut. Vísvitandi athafnir til að hafa áhrif á bolta á hreyfingu
Þessi regla á alltaf við þegar bolti í leik er á hreyfingu (hvort sem er eftir högg eða af öðrum orsökum), nema þegar bolti hefur verið látinn falla innan lausnarsvæðis og hefur ekki enn stöðvast. Fjallað er um þær kringumstæður í reglu 14.3.
11.1
Bolti á hreyfingu hittir af slysni einstakling eða utanaðkomandi áhrif
11.1b/1
Að leika þaðan sem bolti stöðvaðist þegar endurtaka þarf höggið er ekki að leika frá röngum stað
Þegar leikmaður þarf að endurtaka högg samkvæmt reglu og gerir það (svo sem samkvæmt reglu 11.2c(2) – Hvaðan leika á bolta sem hefur verið vísvitandi sveigður úr leið eða stöðvaður þegar högg er slegið af flötinni), telur upphaflega höggið ekki í skori leikmanns eins og það hafi ekki verið slegið. En ef leikmaðurinn leggur ekki boltann á upphaflega staðinn og endurtekur höggið, heldur leikur boltanum þaðan sem hann stöðvaðist, telur höggið og hann fær almenna vítið, en leikmaðurinn hefur ekki leikið af röngum stað.Til dæmis slær leikmaður högg af flötinni og boltinn hittir bollann sem dróst upp úr holunni þegar flaggstöngin var fjarlægð (regla 11.1b(2)).
Ef leikmaðurinn endurtekur höggið með því að leika upphaflega boltanum eða öðrum bolta frá staðnum sem upphaflega höggið var slegið, eins og gera þarf samkvæmt reglu 11.1b(2), telur höggið sem hitti bollann ekki.
En ef leikmaðurinn endurtekur ekki höggið heldur leikur í staðinn boltanum þaðan sem hann stöðaðist, telur höggið sem hitti bollann og leikmaðurinn fær almenna vítið.
11.1b/2
Hvað gera á ef bolti hreyfist eftir að hafa af slysni verið sveigður úr leið eða stöðvaður
Ef bolti stöðvast upp við einstakling eða utanaðkomandi áhrif eftir að hafa af slysni verið sveigður úr leið eða stöðvaður og einstaklingurinn eða utanaðkomandi áhrifinhreyfast eða eru hreyfð, gildir regla 9 og leikmaðurinn verður að fylgja þeirri reglu. Hins vegar er það vítalaust samkvæmt reglu 9 ef boltinn hreyfist eftir að hafa stöðvast upp við einstakling eða útbúnað (sjá undantekningu 5 við reglu 9.4b og undantekningu 3 við reglu 9.5b).Eftirfarandi eru dæmi þar sem engin víti eiga við:
Bolti leikmannsins liggur upp við fót mótherjans eftir að boltinn var af slysni stöðvaður af mótherjanum. Boltinn hreyfist svo þegar mótherjinn hreyfir sig. Leikmaðurinn verður að leggja boltann aftur samkvæmt reglu 9.5 en hvorki leikmaðurinn né mótherjinn fær víti.
Bolti leikmannsins er á hreyfingu og er síðan stöðvaður af slysni af kylfu leikmannsins eftir að hafa rúllað til baka niður brekku. Boltinn hreyfist svo við að kylfan er færð. Leikmaðurinn verður að leggja boltann aftur samkvæmt reglu 9.4 en fær ekki víti.
Sjá reglu 9.6 varðandi aðrar kringumstæður þegar bolti er af slysni sveigður úr leið eða stöðvaður af utanaðkomandi áhrifum (svo sem dýri) og utanaðkomandi áhrifin hreyfast síðan og valda því að boltinn hreyfist.
11.1b/3
Hvað gera skal þegar bolta er leikið annars staðar en á flötinni og hann sveigður af leið eða tekinn upp af dýri
Ef bolti, sem leikið er annars staðar en af flötinni, er á hreyfingu og stöðvaður eða sveigður af leið af dýri er það vítalaust og leika verður boltanum þar sem hann liggur (sjá reglu 11.1).En ef dýr tekur bolta á hreyfingu upp, hefur boltinn stöðast á dýrinu og taka skal vítalausa lausn með því að nota staðinn þar sem dýrið tók boltann upp sem viðmiðunarpunkt (sjá reglu 11.1b(1)).Til dæmis, bolta er leikið af brautinni og hundur tekur boltann upp á meðan hann var á hreyfingu. Boltinn hefur stöðvast á dýrinu á staðnum þar sem hundurinn tók boltann upp.
Ef boltinn var tekinn upp á brautinni, verður að láta bolta falla innan kylfulengdar og ekki nærri holu á almenna svæðinu en staðurinn þar sem hundurinn tók boltann upp á .
Ef boltinn var tekinn upp á flötinni, skal leggja bolta á flötina á áætlaðan stað þar sem boltinn var tekinn upp. (Nýtt)
11.1b(2)/1
Bolta leikið af flötinni og hann hittir annan bolta á hreyfingu á flötinni
Bolti er hreyfanleg hindrun, einnig þegar hann er á hreyfingu á flötinni.Ef það er vitað er eða nánast öruggt að bolti á hreyfingu sem leikið var af flötinni hitti fyrir slysni annan bolta á hreyfingu á flötinni, verður leikmaðurinn að endurtaka höggið með því að leika upphaflega boltanum eða öðrum bolta frá staðnum þaðan sem höggið var slegið (sjá reglu 14.6). (Bætt við í janúar 2024)
11.2
Bolti á hreyfingu vísvitandi sveigður úr leið eða stöðvaður af einstaklingi
11.2a/1
Útbúnaður látinn liggja þar sem leikmaðurinn sér að hann geti aðstoðað ef boltinn lendir í honum
Regla 11.2 á við um aðstæður þar sem leikmaðurinn staðsetti ekki upphaflega útbúnað, annan hlut eða einstakling á tiltekinn stað í þeim tilgangi að bolti gæti sveigst af honum, en áttar sig á því eftir á að útbúnaðurinn, hluturinn eða einstaklingurinn getur sveigt boltann úr leið eða stöðvað hann, en lætur útbúnaðinn, hlutinn eða einstaklinginn vísvitandi vera kyrran.Í eftirfarandi dæmi fær leikmaðurinn víti:
Eftir að hafa rakað glompu leggur leikmaður hrífuna milli flatarinnar og glompunnar án umhugsunar um hvort hún gæti haft áhrif á boltann. Leikmaðurinn, sem þarf að pútta niður í móti í átt að glompunni, áttar sig á að hrífan gæti stöðvað boltann og leikur án þess að fjarlægja hrífuna fyrst. Leikmaðurinn púttar og hrífan stöðvar boltann.
Í eftirfarandi dæmi fær leikmaðurinn ekki víti:
Fyrri ráshópur hefur skilið hrífu eftir á milli flatar og glompu. Leikmaður sem þarf að pútta niður í móti í átt að glompunni sér hrífuna og hreyfir ekki við henni því hún gæti stöðvað boltann ef hann púttar of fast. Leikmaðurinn púttar og hrífan stöðvar boltann.
11.3
Að fjarlægja hluti vísvitandi eða breyta aðstæðum vísvitandi til að hafa áhrif á bolta á hreyfingu
11.3/1
Niðurstaða vísvitandi athafna til að hafa áhrif á bolta á hreyfingu skiptir ekki máli
Regla 11.3 gildir þegar leikmaður eða kylfuberi aðhafast vísvitandi til að hafa áhrif á bolta á hreyfingu og leikmaðurinn er brotlegur við þessa reglu jafnvel þótt athöfnin hafi ekki haft áhrif á hvar boltinn stöðvast.Eftirfarandi eru dæmi þar sem leikmaðurinn fær almenna vítið samkvæmt reglu 11.3 og verður í höggleik að leika boltanum þar sem hann stöðvaðist:
Bolti leikmannsins liggur á almenna svæðinu, neðan við brekku. Leikmaðurinn slær högg og þegar boltinn rúllar til baka niður brekkuna stígur leikmaðurinn niður torfusnepil í þeim tilgangi að boltinn stöðvist ekki í slæmri legu.
Þegar bolti annars leikmanns er á hreyfingu heldur leikmaðurinn að hrífa sem liggur á jörðinni geti stöðvað boltann eða sveigt hann úr leið. Því lyftir leikmaðurinn hrífunni.
Eftirfarandi eru dæmi þar sem leikmaðurinn fær ekki víti. Í höggleik verður að leika boltanum þar sem hann stöðvast:
Bolti leikmanns liggur neðan við brekku á almenna svæðinu. Leikmaðurinn slær högg og boltinn byrjar að rúlla til baka niður brekkuna. Án þess að átta sig á því að boltinn var á leið í átt að svæðinu þaðan sem hann var sleginn stígur leikmaðurinn niður torfusnepil án þess að ætla að hafa nein áhrif á hvar boltinn myndi stöðvast. Þetta er vítalaust, jafnvel þótt boltinn stöðvist á svæðinu þar sem leikmaðurinn steig niður torfusnepilinn.
Eftir að hafa slegið högg og á meðan boltinn er á hreyfingu lyftir leikmaðurinn nálægri hrífu til að rétta öðrum leikmanni sem er að fara að leika úr glompu. Bolti leikmannsins rúllar yfir svæðið þar sem hrífan lá.