Tilgangur reglu: Regla 24 fjallar um sveitakeppnir (sem leiknar eru annaðhvort sem holukeppni eða höggleikur), þar sem margir leikmenn eða lið keppa sem sveit og samanlögð úrslit þeirra í umferðum eða leikjum mynda heildarskor sveitarinnar.
24
Sveitakeppnir
24.4
Leyfilegar ráðleggingar í sveitakeppnum
24.4/1
Nefndin getur sett takmarkanir vegna liðsstjóra og ráðgjafa
Nefndin má setja staðarreglu um hverjir megi vera liðsstjórar eða ráðgjafar og má einnig setja skorður við atferli liðsstjóra og ráðgjafa.Eftirfarandi eru dæmi um slíkar skorður:
Að leyfa einungis áhugakylfingi að vera liðsstjóri og/eða ráðgjafi.
Ákveða að liðsstjórar og/eða ráðgjafar megi ekki stíga inn á flatir.
Að ráð megi bara gefa beint við leikmann en ekki í gegnum talstöð, síma eða á annan rafrænan hátt.