Tilbaka
9

Bolta leikið þar sem hann liggur. Kyrrstæðum bolta lyft eða hann hreyfður

Fara í kafla
Prenta hluta
9
Bolta leikið þar sem hann liggur. Kyrrstæðum bolta lyft eða hann hreyfður
Tilgangur reglu: Regla 9 fjallar um eitt grundvallaratriði leiksins: „Leiktu boltanum eins og hann liggur"
  • Ef bolti leikmannsins stöðvast og er síðan hreyfður úr stað af náttúruöflunum, svo sem vindi eða vatni, verður leikmaðurinn yfirleitt að leika boltanum frá nýja staðnum.
  • Ef kyrrstæðum bolta er lyft eða hann hreyfður af einhverjum eða af utanaðkomandi áhrifum, áður en höggið er slegið, verður að leggja boltann aftur á upphaflegan stað.
  • Leikmenn ættu að fara varlega nærri kyrrstæðum bolta og leikmaður sem veldur því að bolti hans eða mótherja hans hreyfist fær yfirleitt víti (nema á flötinni).
9
Bolta leikið þar sem hann liggur. Kyrrstæðum bolta lyft eða hann hreyfður
Regla 9 nær til kyrrstæðs bolta í leik á vellinum og gildir bæði á meðan umferð er leikin og á meðan leikur hefur verið stöðvaður samkvæmt reglu 5.7a.
Engar skýringar tiltækar