Tilgangur reglu: Regla 21 fjallar um fjögur önnur leikform í keppni einstaklinga, þar á meðal þrjú form höggleiks þar sem skor ákvarðast á annan hátt en í venjulegum höggleik: Stableford (skor ákvarðast af punktum á hverri holu), hámarksskor (hámark er sett á skor hverrar holu) og par/skolli (skor samkvæmt holukeppni er notað á hverri holu).
21
Önnur form höggleiks og holukeppni einstaklinga
21.4
Þríleikur holukeppni
21.4/1
Í þríleik holukeppni er hver leikmaður að leika tvo aðskilda leiki
Í þríleikholukeppni er hver leikmaður að leika tvo sjálfstæða leiki og því geta komið upp aðstæður sem hafa áhrif á annan leikinn en ekki hinn.Til dæmis gefur leikmaður A leikmanni B næsta högg, holu eða leikinn. Gjöfin hefur engin áhrif á leikinn milli leikmanns A og leikmanns C eða á leikinn milli leikmanns B og leikmanns C.
21.5
Önnur form golfleiks
21.5/1
Leikmaður má leika í mörgum afbrigðum höggleiks á sama tíma
Leikmaður má keppa samtímis í mörgum afbrigðum höggleikskeppna, svo sem venjulegum höggleik, Stableford, hámarksskori og pari/skolla.