Prenta hluta
1
Leikurinn, hegðun leikmannsins og reglurnar
Tilgangur reglu: Í reglu 1 er eftirfarandi undirstöðuatriðum leiksins lýst:
  • Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum og boltanum eins og hann liggur.
  • Leiktu samkvæmt reglunum og í anda leiksins.
  • Þú ert ábyrgur fyrir að beita sjálfan þig vítum ef þú brýtur reglu, þannig að þú getir ekki hagnast gagnvart mótherja þínum í holukeppni eða gagnvart öðrum leikmönnum í höggleik.
1
Leikurinn, hegðun leikmannsins og reglurnar
1.2

Viðmið um hegðun leikmanna

1.2a/1
Að ákvarða hvort leikmaður framkvæmt alvarlegar misgjörðir
Við ákvörðun hvort leikmaður hafi athafnað þannig að það teljist alvarlegar misgjörðir, verður nefndin að skoða allar kringumstæður. Jafnvel þótt nefndin telji misgjörðirnar alvarlegar kann hún að komast að þeirri niðurstöðu að viðeigandi sé að aðvara leikmanninn um að endurteknar slíkar eða svipaðar misgjörðir muni leiða til frávísunar, í stað þess að veita honum frávísun eftir fyrstu uppákomu. Dæmi um athafnir leikmanns sem líklega myndu teljast alvarlegar misgjörðir eru:
  • Valda vísvitandi alvarlegum skemmdum á flöt.
  • Vera ósáttur við uppsetningu vallarins og taka það upp hjá sjálfum sér að færa teigmerki eða vallarmarkastiku.
  • Stefna öðrum í hættu, svo sem með því að kasta kylfu að öðrum leikmanni eða áhorfanda.
  • Trufla aðra leikmenn vísvitandi þegar þeir slá högg.
  • Fjarlægja lausung eða hreyfanlegar hindranir þannig að það skaði annan leikmann eftir að sá leikmaður hefur beðið hann um að láta hlutina liggja óhreyfða.
  • Neita endurtekið að lyfta kyrrstæðum bolta sem truflar leik annars leikmanns í höggleik.
  • Slá vísvitandi frá holunni og síðan í átt að holunni til að aðstoða samherja leikmannsins (svo sem til að samherjinn geti fræðst um brot á flötinni).
  • Leika vísvitandi ekki eftir golfreglunum og öðlast hugsanlegan ávinning með því, þrátt fyrir að hafa fengið víti fyrir brot á viðkomandi reglu.
  • Beita endurtekið grófu eða móðgandi orðfæri.
  • Nota forgjöf sem hefur verið aflað í þeim tilgangi að öðlast ósanngjarnt forskot eða að nota umferðina sem verið er að leika til að öðlast slíka forgjöf.
  • Neita að bera kennsl á fundinn bolta sem gæti verið bolti leikmannsins.
Dæmi um athafnir leikmanns sem teljast líklega ekki alvarlegar misgjörðir, þótt um misgjörðir sé að ræða, eru:
  • Berja kylfu í jörðina, skemma kylfuna og valda minniháttar skemmdum á grasinu.
  • Kasta kylfu í átt að golfpoka, þótt kylfan hitti óvart einhvern einstakling.
  • Trufla, af kæruleysi, annan leikmann sem er að slá högg.
1.3

Leikið samkvæmt reglunum

1.3b(1)/1
Frávísun leikmanna sem þekkja reglu en samþykkja vísvitandi að beita henni ekki
Ef tveir eða fleiri leikmenn samþykkja vísvitandi að beita ekki einhverri reglu eða víti sem þeir vita að á við fá þeir frávísun nema samkomulagið hafi verið gert áður en umferðin hefst og að samkomulagið hafi verið fellt niður áður en einhver leikmannanna sem hlut á að máli byrjar sína umferð. Til dæmis ákveða tveir leikmenn í höggleik að líta á pútt sem eru minna en kylfulengd frá holu sem komið í holu (gefið), þótt þeir viti að leika verði í holu á hverri holu. Á fyrstu flötinni fréttir annar leikmaður í ráshópnum af þessu samkomulagi. Sá leikmaður krefst þess að leikmennirnir tveir sem komust að samkomulaginu leiki í holu og þeir gera það. Þótt hvorugur leikmaðurinn sem stóð að samkomulaginu hafi fylgt samkomulaginu með því að leika ekki í holu fá þeir samt báðir frávísun því þeir samþykktu vísvitandi að líta fram hjá reglu 3.3c (Ekki leikið í holu).
1.3b(1)/2
Til að samþykki komist á um að sniðganga reglu eða víti verða leikmennirnir að vita af reglunni
Regla 1.3b(1) gildir ekki og það er vítalaust þótt leikmenn samþykki að sniðganga reglu sem þeir vita ekki af eða að beita ekki víti sem þeir vita ekki af. Eftirfarandi eru dæmi þar sem tveir leikmenn þekkja ekki reglu eða vita ekki að þeir hafi sleppt víti og fá þess vegna ekki frávísun samkvæmt reglu 1.3b(1):
  • Í holukeppni sammælast leikmennirnir tveir um að gefa öll pútt innan tiltekinnar lengdar, en vita ekki að samkvæmt reglunum mega þeir ekki sammælast á þennan hátt um að gefa pútt.
  • Fyrir 36 holu leik í holukeppni ákveða tveir leikmenn að þeir muni aðeins leika 18 holur og að sá sem þá er undir í leiknum muni gefa leikinn. Leikmennirnir vita ekki að slíkt samkomulag er í andstöðu við keppnisskilmálana. Leikurinn hefst á þessum forsendum og leikmaðurinn sem er undir eftir 18 holur gefur leikinn. Þar sem leikmennirnir vissu ekki að samkomulag af þessu tagi er óleyfilegt stendur gjöfin.
  • Í höggleik eru leikmaður og ritari hans, sem er einnig leikmaður, óvissir um hvort lausnarsvæðið vegna grundar í aðgerð er ein eða tvær kylfulengdir. Án þess að þekkja reglurnar sammælast þeir um að svæðið sé tvær kylfulengdir og leikmaðurinn tekur lausn og lætur bolta falla rétt innan tveggja kylfulengda frá nálægasta stað fyrir fulla lausn. Síðar í umferðinni fréttir nefndin af þessu. Þótt hvorugur leikmannanna fái frávísun samkvæmt reglu 1.3b(1), því þeir þekktu ekki regluna, hefur leikmaðurinn leikið af röngum stað og færi víti samkvæmt reglu 14.7 (leikið af röngum stað). Það er vítalaust að veita óvart rangar upplýsingar um golfreglurnar.
1.3b/2
Skýringar tengdar reglu 1.3b(2): Sanngjarnt mat
  • 9.6/2 - Hvar leggja skal bolta sem hefur hreyfst frá óþekktum stað
  • 17.1a/1 - Bolti týndur annað hvort í vítasvæði eða í óeðlilegum vallaraðstæðum við vítasvæðið
  • 17.1d(3)/2 - Leikmaður lætur bolta falla byggt á áætluðum stað sem bolti skar síðast mörk vítasvæðis sem reynist síðar vera rangur staður
1.3c/1
Leikmaður fær ekki frávísun úr keppni ef umferðin gildir ekki
Í keppnum þar sem ekki allar umferðir gilda fær leikmaður ekki frávísun frá keppninni þótt hann fái frávísun úr einni umferð. Til dæmis, Í sveitakeppni með fjórum leikmönnum í sveit, þar sem þrjú bestu skor í hverri umferð mynda skor sveitarinnar í umferðinni, fær leikmaður frávísun úr annarri umferð fyrir að leiðrétta ekki mistök við að leika röngum bolta. Skor leikmannsins gildir ekki fyrir sveitina í annarri umferð en skor leikmannsins myndi gilda í öðrum umferðum keppninnar.
1.3c/2
Að beita frávísunarvítum, gjafir og rangur höggafjöldi í umspili höggleiks
Í umspili höggleikskeppni er reglunum beitt þannig:
  • Ef leikmaður hlýtur frávísun (til dæmis með því að slá högg með ósamþykktri kylfu), gildir frávísunin fyrir umspilið eingöngu og leikmaðurinn á rétt á verðlaunum sem hann kann að hafa unnið sér í keppninni sjálfri.
  • Ef tveir leikmenn eru í umspilinu er öðrum leikmanninum heimilt að gefa umspilið gagnvart hinum leikmanninum.
  • Ef leikmaður A gefur leikmanni B óvart upp rangan höggafjölda og það leiðir til þess að leikmaður B lyftir bolta sínum (til dæmis þegar leikmaður B heldur að hann hafi tapað umspilinu fyrir leikmanni A), má leikmaður B leggja bolta sinn aftur, vítalaust, og ljúka holunni. Leikmaður A fær ekki víti.
1.3c(1)/1
Athöfn annars einstaklings veldur reglubroti leikmanns
Leikmaður er ábyrgur ef athöfn annars einstaklings veldur reglubroti fyrir leikmanninn ef slíkt er gert að beiðni leikmannsins eða ef leikmaðurinn sér það og heimilar það. Eftirfarandi eru dæmi um tilvik þar sem leikmaðurinn fær víti, því hann óskaði eftir eða heimilaði athöfnina:
  • Leikmaður biður áhorfanda að færa lausung nærri bolta leikmannsins. Ef boltinn hreyfist fær leikmaðurinn eitt vítahögg samkvæmt reglu 9.4b (víti fyrir að lyfta eða vísvitandi hreyfa bolta eða að valda því að boltinn hreyfist) og boltann verður að leggja aftur.
  • Leitað er að bolta leikmanns í háu grasi. Áhorfandi finnur boltann og þrýstir niður grasinu umhverfis boltann og bætir við það aðstæðurnar sem hafa áhrif á höggið. Ef leikmaðurinn sér hvað áhorfandinn er að fara að gera og grípur ekki til eðlilegra ráðstafana til að reyna að stöðva áhorfandann fær leikmaðurinn almenna vítið fyrir brot á reglu 8.1a (athafnir leikmann sem bæta aðstæðurnar sem hafa áhrif á höggið).
1.3c(4)/1
Leikmaður fær tvær einnar högga refsingar þegar atburðarás er rofin
Ef leikmaður brýtur reglu sem hefur eitt högg í refsingu, verður brotið ljóst en brýtur síðan aftur sömu reglu eða aðra reglu með einu vítahöggi í refisngu, fær leikmaðurinn báðar refsingarnar, samtals tvö vítahögg. Til dæmis lyftir leikmaður bolta sínum á almenna svæðinu til að bera kennsl á hann án þess að merkja staðsetningu boltans. Annar leikmaður segir leikmaninum frá vítinu og leikmaðurinn fær einn vítahögg samkvæmt reglu 7.3. Áður en leikmaðurinn leggur boltann aftur, hreinsar hann boltann meira en þarf til að bera kennsl á hann, einnig brot samkvæmt reglu 7.3. Þegar leikmaninum var gert ljóst fyrra vítið, rauf það atburðarásina, svo leikmaðurinn fær einnig eitt högg í víti fyrir að hreinsa boltann, sem þýðir að leikmaðurinn fær samtals tvö vítahögg. (Nýtt)
1.3c(4)/2
Leikmaður brýtur reglu og brýtur svo aðra reglu við næsta högg
Ef leikmaður brýtur reglu án þess að vita af brotinu og brýtur síðan sömu reglu eða aðra reglu þegar hann leikur boltanum, fær leikmaðurinn aðeins eitt víti. Til dæmis, í höggleik, tekur leikmaður lausn frá óhreyfanlegri hindrun nærri flöt en fyrir mistök lætur hann bolta falla á röngum stað. Áður en hann leikur boltanum fjarlægir hann sand úr leiklínu sinni á almenna svæðinu andstætt reglu 8.1a og slær síðan högg frá röngum stað. Þar sem ekkert stöðvaði atburðarásinu milli þess að fjarlægja sandinn og leika af röngum stað, fær leikmaðurinn aðeins eitt almennt víti samtals tvö högg. (Nýtt)
SKOÐA FLEIRA