Prenta hluta
4
Útbúnaður leikmannsins
Tilgangur reglu Regla 4 nær yfir útbúnaðinn sem leikmenn mega nota þegar umferð er leikin. Vegna þess grundvallaratriðis að golf er krefjandi leikur þar sem árangur á að ráðast af dómgreind, færni og hæfileikum leikmannsins verður hann að:
  • Nota leyfilegar kylfur og bolta,
  • Nota mest 14 kylfur, og
  • Sæta takmörkunum um notkun annars útbúnaðar sem er honum til aðstoðar við leik.
4
Útbúnaður leikmannsins
Varðandi ítarlegar kröfur um kylfur, bolta og annan útbúnað og aðferðir við ráðgjöf og skil á útbúnaði til skoðunar með tilliti til reglnanna, sjá útbúnaðarreglurnar.
4.1

Kylfur

4.1a(1)/1
Slit við venjulega notkun breytir ekki samþykki
Venjuleg notkun felst í höggum, æfinga höggum og æfingasveiflum, ásamt athöfnum svo sem að fjarlægja kylfu og setja aftur í golfpoka. Ef slit á sér stað er litið á kylfu sem samþykkta og leikmaðurinn má halda áfram að nota kylfuna. Eftirfarandi eru dæmi um slit við venjulega notkun:
  • Efni inni í kylfuhaus losnar og kann að skrölta við högg eða þegar kylfuhausinn er hristur.
  • Í grip kylfunnar myndast lægð þar sem þumallinn er lagður.
  • Dæld myndast í höggfleti kylfunnar eftir endurtekna notkun.
  • Grópirnar á höggfleti kylfunnar hafa slitnað.
4.1a(1)/2
Vítalaust að slá högg með ósamþykktri kylfu ef höggið gildir ekki
Ef leikmaður slær högg með ósamþykktri kylfu fær leikmaðurinn ekki frávísun ef höggið gildir ekki í skori leikmannsins. Eftirfarandi eru dæmi um tilvik þar sem leikmaðurinn fær ekki víti fyrir að slá högg með ósamþykktri kylfu:
  • Leikmaðurinn notar kylfuna til að slá höggvarabolta sem verður aldrei í leik.
  • Leikmaðurinn notar kylfuna til að slá högg en höggið er afturkallað, endurtekið eða á annan hátt telur ekki.
  • Leikmaðurinn notar kylfuna til að slá högg að öðrum bolta samkvæmt reglu 20.1c(3) en sá bolti gildir ekki í skori leikmannsins.
4.1a(2)/1
Merking hugtaksins „viðgerð“
Eftirfarandi eru dæmi um viðgerð:
  • Að setja blýborða aftur á sinn stað eftir að hann dettur af kylfunni við högg. Með hliðsjón af eðli blýborða, ef borðinn helst ekki á kylfunni á fyrri stað má nota nýjan borða.
  • Herða kylfur með stillanlegri virkni sem losnar á meðan umferð er leikin, en ekki breyta stillingunni.
4.1b/1
Hvernig beita á leiðréttingarvíti þegar leikmaður hefur leik á holu í holukeppni
Ef einhver leikmaður í holukeppni hefur hafið leik á holu þegar brot á reglu 4.1b uppgötvast er víti til leiðréttingar á leikstöðu beitt við lok þeirrar holu. Ef leikmaðurinn sem braut af sér hefur ekki hafið leik á þeirri holu er hann á milli hola og er ekki brotlegur á næstu holu. Til dæmis, eftir að hafa lokið fyrstu holu slær leikmaðurinn teighögg á annarri holu. Áður en mótherjinn slær sitt teighögg verður mótherjinn þess var að hann er með 15 kylfur, andstætt reglu 4.1b(1). Þar sem mótherjinn hefur ekki hafið leik á annarri holu er staða leiksins aðeins leiðrétt um eina holu, leikmanninum í hag, en leiðréttingin á sér ekki stað fyrr en við lok annarrar holu, þar sem leikur á annarri holu hófst þegar leikmaðurinn sló sitt teighögg.
4.1b(1)/1
Kylfur sem bornar eru fyrir leikmanninn teljast með gagnvart 14 kylfu hámarkinu
Hámarkið um 14 kylfur á við um allar kylfur sem bornar eru af leikmanninum, kylfubera hans eða einhverjum sem hann biður um að bera kylfur. Til dæmis, ef leikmaður byrjar umferð með 10 kylfum og biður annan einstakling um að ganga með ráshópnum og bera 8 viðbótarkylfur, sem leikmaðurinn ætlar að velja úr til að bæta við í golfpoka sinn meðan umferðin er leikin telst leikmaðurinn hafa byrjað umferðina með fleiri en 14 kylfur.
4.1b(2)/1
Margir leikmenn mega bera kylfur sínar í sama golfpoka
Reglurnar banna ekki fleiri en einum leikmanni (svo sem samherjum) að bera allar kylfur sínar í einum golfpoka. Hins vegar ættu þeir að tryggja að kylfurnar séu skýrt auðkenndar hvorum leikmanni til að minnka hættu á brotum samkvæmt reglu 4.1b.
4.1b(2)/2
Ekki er leyft að samnýta kylfur fyrir högg sem gilda í skori
Bannið við því að samnýta kylfur á aðeins við um högg sem gilda í skori leikmanns. Það á ekki við um æfingasveiflur, æfingahögg eða högg sem slegin eru eftir að úrslit holu eru ljós. Til dæmis er það vítalaust samkvæmt reglu 4.1b ef leikmaður fær lánaðan pútter á milli tveggja hola og slær nokkur æfingapútt á flöt síðustu holu.
4.1b(4)/1
Setja má saman kylfuhluti sem ekki eru bornir af eða fyrir leikmanninn
Regla 4.1b(4) bannar leikmanni að setja saman kylfu úr hlutum sem leikmaðurinn ber með sér, einhver annar ber fyrir leikmanninn eða annan leikmann sem er að leika völlinn. Reglan bannar leikmanninum ekki að útvega sér kylfuhluta til að útbúa kylfu eða láta færa sér kylfuhlutana. Til dæmis, ef leikmanni er heimilt að bæta við kylfu (sjá reglu 4.1b(1)) eða að skipta um skemmda kylfu (sjá reglu 4.1b(3)) er litið svo á að kylfuhlutar sem sóttir eru úr golfskálanum (til dæmi skáp leikmannsins), golfbúðinni, flutningabíl framleiðanda eða svipuðum stöðum séu ekki „bornir af einhverjum fyrir leikmanninn á meðan umferð er leikin“. Því má nota slíka hluti til að setja saman kylfu fyrir leikmanninn.
4.2

Boltar

4.2a(1)/1
Staða bolta sem er ekki á lista yfir samþykkta bolta
Í keppni þar sem nefndin hefur ekki sett skilmála um að leikmenn verði að nota bolta af gerð eða tegund sem er á gildandi lista um samþykkta golfbolta má leikmaðurinn nota eftirfarandi golfbolta:
  • Tegundir og gerðir sem aldrei hafa verið prófaðar – litið er svo á að þeir uppfylli reglurnar og sönnunarbyrðin er á þeim sem fullyrðir að boltinn uppfylli ekki reglurnar.
  • Tegundir og gerðir sem voru á fyrri útgáfu listans en hafa ekki verið lagðar aftur fram til endurstaðfestingar – litið er svo á að þessar tegundir og gerðir uppfylli enn reglurnar.
Hins vegar má ekki nota tegundir og gerðir sem hafa verið prófaðar og uppfylltu ekki kröfur útbúnaðarreglnanna, hvort sem staðarreglan hefur verið sett eða ekki.
4.2a(1)/2
Staða bolta sem eru merktir „X-Out“, „Refurbished“ og „Practice“
Ef leikmaður velur að leika með bolta sem er merktur „X-Out“ eða „Practice“ af framleiðandanum, eða bolta sem hefur verið endurgerður er litið á slíka bolta þannig samkvæmt útbúnaðarreglunum:
  • „X-Out“ is algeng merking á boltum sem framleiðandi telur haldinn ágöllum (oft eingöngu útlitslegum, svo sem með gallaðri málningu eða áprentun) og hefur því yfirstrikað tegundarheitið. „Refurbished“ vísar til notaðra golfbolta sem hafa verið hreinsaðir og áprentaðir með „refurbished“ eða þvíumlíku. Ef ekki eru sterkar vísbendingar um að boltar merktir „X-Out“ eða „refurbished“ uppfylli ekki kröfur útbúnaðarreglnanna er leikmönnum heimilt að nota þá. Hins vegar, ef nefndin hefur sett staðarreglu um að boltar þurfi að vera á lista yfir samþykkta golfbolta má ekki nota svona golfbolta, jafnvel þótt finna megi merkingu boltans á listanum.
  • Æfingaboltar (merktir „Practice“) eru yfirleitt boltar sem eru á listanum en hafa verið merktir með „Practice“ eða einhverju svipuðu. Litið er á þessa „Practice" bolta á sama hátt og bolta sem eru merktir golfklúbbi, golfvelli, fyrirtæki, skóla eða eru með aðra slíka merkingu. Slíka bolta má nota jafnvel þótt nefndin hafi sett staðarreglu um að boltar þurfi að vera á lista yfir samþykkta bolta.
4.2a(1)/3
Vítalaust að slá högg að ósamþykktum bolta ef höggið gildir ekki
Ef leikmaður slær högg að ósamþykktum bolta, eða bolta sem ekki er á lista yfir samþykkta bolta þegar staðarreglan er í gildi, fær leikmaðurinn ekki frávísun ef höggið gildir ekki í skori leikmannsins. Eftirfarandi eru dæmi þar sem leikmaðurinn leikur ósamþykktum bolta en fær ekki víti:
  • Sem varabolta en varaboltinn verður aldrei í leik.
  • Þegar höggið með boltanum er afturkallað, endurtekið eða telur ekki af annarri ástæðu.
  • Sem annar bolti samkvæmt reglu 20.1c(3) en boltinn gildir ekki í skori leikmannsins.
4.3

Notkun útbúnaðar

4.3a/1
Takmarkanir varðandi flatarupplýsingar
Regla 4.3 setur skorður við notkun útbúnaðar og tækja sem kunna að aðstoða leikmann við leik sinn, í ljósi þess grundvallaratriðis að golf er krefjandi leikur þar sem árangur á að ráðast af dómgreind, færni og hæfileikum leikmannsins. Þessi skýring á reglu 4.3 takmarkar stærð og upplausn nákvæmra flatarkorta og sambærilegs rafræns efnis sem leikmaður kann að nota við leik umferðar til að aðstoða við mat á leiklínu fyrir sérhvert högg leikið á flötinni, til þess að tryggja að hæfni leikmannsins við að meta yfirborð flatarinnar sé óaðskiljanlegur hluti þess að pútta. Flatarkort Leikmaðurinn má nota flatarkort eða aðrar upplýsingar um flötina, með þeim skorðum að:
  • Sérhver mynd af flötinni sé í skalanum (3/8 tommur á móti 5 jördum) 1:480 eða minni upplausn („skölunartakmörk“).
  • Sérhver bók eða aðrir pappírar sem innihald kort eða mynd af flötinni sé ekki stærri en 4 1/4 tommur x 7 tommur („stærðartakmörk“). þó mega holustaðsetningablöð sem sýna 9 eða fleiri holur á einu blaði vera stærri, að því tilskildu að sérhver mynd af stakri flöt sé innan stærðartakmarkananna.
  • Stækkun á flatargögnunum er óleyfileg, önnur en notkun venjulegra gleraugna eða linsa.
  • Handteiknaðar eða handskrifaðar upplýsingar um flötina eru því aðeins leyfðar að þær séu í bók eða á pappír sem eru innan stærðartakmarkananna og skráðar af leikmanninum eða kylfubera hans.
Rafræn eðs stafræn flatarkort Sérhverjar rafrænar myndir af flötinni verða að vera innan framangreindra skölunar- og stærðartakmarka. Jafnvel þótt rafræn flatarkort uppfylli þessi takmörk er leikmaðurinn samt brotlegur við reglu 4.3 ef hann notar tæki á einhvern þann hátt sem samræmist ekki tilgangi þessara takmarka, svo sem með því að tækið:
  • Stækki birtingu flatarupplýsinga umfram stærðartakmörk eða skölunartakmörk, eða
  • birti tillögu að leiklínu, út frá staðsetningu (eða áætlaðri staðsetningu) bolta leikmannsins (sjá reglu 4.3a(1)).
Algengar spurningar: Til að skoða skjal með svörum við algengum spurningum varðandi flatarkort, smelltu hér.
4.3a/2
Þegar notkun á miðunartæki orsakar brot
Ef leikmaður leggur niður „miðunartæki" (sjá skilgreiningu (e.Alignment Device) í útbúnaðarreglunum) til að sýna leiklínu og leggjaj síðan boltann niður miðað við stefnu sem þetta tæki sýnir, er leikmaðurinn brotlegur við reglu 4.3a. Til dæmis, bolti leikmanns stöðvast á flötinni og leikmaðurinn merkir staðsetningu boltans með „miðunartæki Með því að gera það þá er tækið notað til að sýna leiklínuna. Ef leikmaðurinn lyftir síðan boltanum og leggur hann aftur (það á líka við um að snúa boltanum) svo að merking á boltanum sé stillt upp í samræmi við tækið, hefur leikmaðurinn gerst brotlegur við reglu 4.3a. (Nýtt)
4.3a(1)/1
Takmarkanir á að nota útbúnað til að mæla halla
Þótt leikmaður megi nota kylfu sína sem lóðmál við að meta eða mæla halla og landslag, þá er annar útbúnaður sem leikmaðurinn má ekki nota til að meta halla og landslag. Til dæmis má leikmaður ekki mæla halla með því að:
  • Leggja drykkjarflösku niður og nota hana sem lóðmál.
  • Halda á eða leggja niður hallamál.
  • Nota spotta með þyngingu á endanum sem lóðmál.
SKOÐA FLEIRA